Handbolti

Stefán Rafn: Mér leið rosalega vel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stefán Rafn Sigurmannsson er ánægður með að hafa fengið að spila með Íslandi á stórmóti í handbolta. Hann skoraði fimm mörk í sextán marka sigri Íslands á Síle.

„Mér leið rosalega vel. Það er frábært að fá að spila fyrir Íslands hönd og fílingurinn mjög góður," sagði hann í viðtali við Arnar Björnsson eftir leikinn.

„Ég ætlaði að nýta þetta tækifæri mjög vel. Ég fékk klaufalegar brottvísanir á mig en mér fannst ég heilt yfir nýta þetta tækifæri vel."

„Ég stefni að því að hjálpa liðinu eins vel og ég get. Ég mun áfram leggja mitt af mörkum," sagði Stefán Rafn.

Næsti leikur Íslands verður gegn Makedóníu á miðvikudaginn. „Makedónía er með frábært lið. Við þurfum að hafa sérstakar gætur á Lazarov," sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×