Handbolti

Ólafur: Heiður að fá að spila fyrir landsliðið

Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar
Ólafur Gústafsson skoraði 4 mörk úr 7 tilraunum gegn Síle í dag.
Ólafur Gústafsson skoraði 4 mörk úr 7 tilraunum gegn Síle í dag. Mynd / Vilhelm
„Það er heiður að fá að spila fyrir íslenska landsliðið og með leikmönnum á borð við Guðjón Val Sigurðsson. Við sem erum yngri þurfum að standa okkur í því hlutverki sem okkur er falið hverju sinni og mér fannst margt jákvætt í gangi í þessum leik," sagði Ólafur Gústafsson sem skoraði alls 4 mörk úr alls 7 skotum í 38-22 sigri Íslands gegn Síle í dag.

Aron Kristjánsson þjálfari íslenska liðsins óskaði eftir því að yngri leikmenn liðsins næðu að sýna sitt rétta andlit eftir tapleikinn gegn Rússum og fékk þjálfarinn fín viðbrögð frá þeim yngri gegn Síle.

„Spennustigið var of hátt gegn Rússum og við vorum að gera margt rangt. Við getum gert mun betur og það er markmiðið að sýna styrk okkar í næstu leikjum," sagði Ólafur Gústafsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×