Handbolti

HM 2013 | Slóvenar sáu við Pólverjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bartlamiej Jaszka, leikmaður Füchse Berlin og pólska landsliðsins.
Bartlamiej Jaszka, leikmaður Füchse Berlin og pólska landsliðsins. Nordic Photos / AFP
Slóvenía vann mikilvægan sigur á Póllandi í C-riðli HM í handbolta í Spáni í kvöld, 25-23.

Pólverjar byrjuðu þó betur og voru með þriggja marka forystu í hálfleik, 14-11.

En Slóvenía gaf tóninn í upphafi síðari hálfleiks með því að skora fimm fyrstu mörkin og komast yfir, 16-14.

Slóvenar létu forystuna aldrei af hendi en lokamínúturnar voru engu að síður æsispennandi.

Pólverjar voru sjálfum sér verstir á þessum kafla, fóru illa með góð færi og vítaköst. Frammistaða Primoz Prost í marki Slóveníu réði einnig miklu.

Serbía og Slóvenía eru með fullt hús stiga í C-riðli en Pólland er í þriðja sætinu með fjögur stig.

Úrslit, staða og næstu leikir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×