Handbolti

Hansen vill spila gegn Makedóníu

Hansen reynir hér að stöðva Kára Kristján í gær.
Hansen reynir hér að stöðva Kára Kristján í gær. vísir/getty
Íslendingar þurfa á því að halda að Danir standi sig gegn Makedóníu á morgun. Klúðri Danir þeim leik lenda Íslendingar líklega í fjórða sæti og spila þá gegn Frökkum í 16-liða úrslitum keppninnar.

Danir eru búnir að vinna B-riðilinn og úrslit leiksins gegn Makedóníu skipta þá því engu máli.

Danir hafa haft miklar áhyggjur af hnénu á stjörnu liðsins, Mikkel Hansen, og þjálfarinn, Ulrik Wilbek, hefur farið sparlega með stjörnuna sína. Sjálfur gerir hann þó ekki ráð fyrir því að hvíla gegn Makedóníu.

"Ég hef ekki trú á því. Ég er ekki búinn að ræða málið við Ulrik en við verðum að skoða það. Hnéð á mér er í fínu lagi," sagði Hansen en hann vill vinna Makedóníuleikinn.

"Við verðum að spila vel og styrkja sjálfstraustið. Auðvitað verðum við að rúlla liðinu í leiknum en við gerðum það líka gegn Íslandi. Það eru allir að standa sig vel og við verðum að halda því áfram."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×