Handbolti

Fyrsta jafnteflið á HM á Spáni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Afríkuþjóðirnar Alsír og Egyptaland gerðu 24-24 jafntefli í fyrsta leik dagsins í D-riðli á HM í handbolta á Spáni en þetta er fyrsta jafnteflið á mótinu og það kemur ekki fyrr en í 34. leiknum.

Báðar þjóðirnar voru búnar að tapa fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu, Egyptar fyrir Ungverjum og Spánverjum en Alsírbúar á móti Spáni og Króatíu.

Egyptar voru með fjögurra marka forskot í hálfleik, 16-12, og náðu fimm marka forskoti í upphafi seinni hálfleiksins. Alsír náði að vinna sig inn í leikinn og jafna metin en tókst hinsvegar aldrei að komast yfir.

Riad Chehbour tryggði loks Alsír jafntefli 40 sekúndum fyrir leikslok með sínu fimmta marki í leiknum. Omar Benali og Mohamed Aski Mokrani skoruðu einnig fimm mörk fyrir Alsír en Ahmed Mostafa var markahæstur hjá Egyptum með níu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×