Olíu- og orkumálaráðherra sóttur inn í raforkufyrirtæki Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2013 13:23 Tord Lien, nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs. Mynd/Reynir Jóhannesson. Nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs kemur úr Framfaraflokknum, heitir Tord Lien, og býr í Þrándheimi. Fyrstu viðbrögð olíugeirans eru að fagna skipan hans. Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir stjórnarformanni olíufélagsins Det Norske að menn séu mjög ánægðir með valið og vonast til að hann verði ekki síðri en Ola Borten Moe, sem olíumenn töldu standa sig vel. Olíuiðnaður er mikilvægasti atvinnuvegur landsins og skilaði í fyrra 86 prósentum af útflutningstekjum Norðmanna. Ráðherra olíumála er því talinn með valdamestu stjórnmálamönnum landsins. Meðal verkefna hans á næstunni verður að taka afstöðu til þess hvort Norðmenn haldi áfram að auka samstarf við Íslendinga í olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Á það reynir þegar Tord Lien ákveður hvort norsk stjórnvöld nýti sér rétt til 25% þátttöku í þriðja íslenska sérleyfinu á Drekasvæðinu, með Eykon Energy og kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC. Tord Lien er utan þings og tók í september við yfirmannsstöðu hjá Trønder Energi, sem er héraðsraforkufyrirtæki í eigu 24 sveitarfélaga í Syðri-Þrændalögum. Hann sat á Stórþinginu frá 2005 til 2013 en gaf ekki kost á sér til endurkjörs fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði. Viðbrögð norska sjávarútvegsins gagnvart nýjum sjávarútvegsráðherra, Elisabeth Aspaker frá Hægri-flokknum, eru hins vegar ekki jafn jákvæð. Samkvæmt Fiskeribladet-Fiskaren hafa menn lýst efasemdum og segjast ekki vita til þess að hún hafi mikið blandað sér í umræður um fiskveiðar. Elisabeth Aspaker kemur reyndar úr fiskveiðisamfélagi á Lófót, er kennari frá Harstad í Troms-fylki, og var talsmaður Hægri-flokksins í skólamálum. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs kemur úr Framfaraflokknum, heitir Tord Lien, og býr í Þrándheimi. Fyrstu viðbrögð olíugeirans eru að fagna skipan hans. Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir stjórnarformanni olíufélagsins Det Norske að menn séu mjög ánægðir með valið og vonast til að hann verði ekki síðri en Ola Borten Moe, sem olíumenn töldu standa sig vel. Olíuiðnaður er mikilvægasti atvinnuvegur landsins og skilaði í fyrra 86 prósentum af útflutningstekjum Norðmanna. Ráðherra olíumála er því talinn með valdamestu stjórnmálamönnum landsins. Meðal verkefna hans á næstunni verður að taka afstöðu til þess hvort Norðmenn haldi áfram að auka samstarf við Íslendinga í olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Á það reynir þegar Tord Lien ákveður hvort norsk stjórnvöld nýti sér rétt til 25% þátttöku í þriðja íslenska sérleyfinu á Drekasvæðinu, með Eykon Energy og kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC. Tord Lien er utan þings og tók í september við yfirmannsstöðu hjá Trønder Energi, sem er héraðsraforkufyrirtæki í eigu 24 sveitarfélaga í Syðri-Þrændalögum. Hann sat á Stórþinginu frá 2005 til 2013 en gaf ekki kost á sér til endurkjörs fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði. Viðbrögð norska sjávarútvegsins gagnvart nýjum sjávarútvegsráðherra, Elisabeth Aspaker frá Hægri-flokknum, eru hins vegar ekki jafn jákvæð. Samkvæmt Fiskeribladet-Fiskaren hafa menn lýst efasemdum og segjast ekki vita til þess að hún hafi mikið blandað sér í umræður um fiskveiðar. Elisabeth Aspaker kemur reyndar úr fiskveiðisamfélagi á Lófót, er kennari frá Harstad í Troms-fylki, og var talsmaður Hægri-flokksins í skólamálum.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira