Handbolti

Leikmaður Löwen sleit krossband í hné

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur hefur misst nokkra leikmenn í meiðsli þetta tímabilið.
Guðmundur hefur misst nokkra leikmenn í meiðsli þetta tímabilið. Nordic Photos / Getty Images
Guðmundur Guðmundsson og lið hans, Rhein-Neckar Löwen, varð fyrir enn einu áfallinu í gærkvöldi þegar í ljós kom að Marius Steinhauser væri með slitið krossband í hné.

Steinhauser er nítján ára Þjóðverji og spilar sem hægri hornamaður. Hann meiddist undir lok leiks Löwen gegn slóvakíska liðinu Tatran Presov í EHF-keppninni í gær.

Liðið hafði þegar misst þrjá sterka leikmenn í langvarandi meiðsli en þeir Uwe Gensheimer, Kim Ekdahl du Rietz og Denni Djozic eru allir á sjúkralistanum.

Löwen vann leikinn í gær og er komið áfram í fjórðungsúrslit EHF-keppninnar. Liðið situr í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×