Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Spánn 21-18 | Stórglæsilegt gegn Spáni Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vodafone-höllinni skrifar 30. maí 2012 14:07 Mynd/Stefán EM-draumur íslenska kvennalandsliðsins í handbolta lifir enn góðu lífi eftir frábæran þriggja marka sigur á Spáni í Vodafone-höllinni í kvöld. Sigurinn þýðir að fram undan er hreinn úrslitaleikur gegn Úkraínu um hvort liðið fylgir Spánverjum á EM í Hollandi í desember. Ísland þarf þó að vinna minnst þriggja marka sigur á sterkum útivelli til að komast áfram. Sigurinn í kvöld sendir þó þeim úkraínsku skýr skilaboð og ljóst að stelpurnar okkar munu veita þeim afar harða samkeppni um EM-sætið. Ísland sá til þess að Úkraína komst ekki á EM fyrir tveimur árum og getur endurtekið leikinn nú. Guðný Jenný Ásmundsdóttir átti magnaðan leik í íslenska markinu og varði alls sautján skot - helming þeirra skota sem hún fékk á sig í leiknum. Það var sérstaklega á lokakafla leiksins, þegar Spánverjar gerðu mjög harða atlögu að forystu Íslands, sem hún reyndist gríðarmikill styrkur fyrir íslenska liðið. Á hún miklar þakkir skildar fyrir að velja íslenska landsliðið fram yfir stöðuhækkun í vinnunni á sínum tíma. Svo mikið er víst. Fyrstu tíu mínútur leiksins voru ágætar en þá fór á síga á ógæfuhliðina. Fyrst og fremst var sóknarleikur Íslands slakur en Ísland skoraði aðeins eitt mark á fjórtán mínútna kafla - enda skot Íslands illa framkvæmd og langt frá því að ógna marki gestanna. Spánverjar hefðu með réttu átt að vera löngu búnar að stinga af en tíð mistök og sóknarbrot hleyptu Íslandi aftur inn í leikinn. Þær náðu að minnka muninn í eitt mark á ný áður en Spánverjar skoruðu síðasta mark fyrri hálfleiksins. Staðan að honum loknum var 10-8. Greinilegt var að spænsku landsliðskonurnar voru þreyttar því einbeitingarleysið var algert og þær áttu einfaldlega ekkert svar við frábærri innkomu Íslands í síðari hálfleikinn. Eitt leiddi af öðru. Rut skoraði með flottu skoti og Jenný varði frá Spánverjum. Karen skoraði og svo Anna Úrsúla úr hraðaupphlaupi eftir misheppnaða sendingu hjá Spáni. Svona gekk þetta í fimmtán mínútur og gangur leiksins eins og í lygasögu. Skyndilega var staðan orðin 17-11 og Ísland búið að skora níu af fyrstu tíu mörkum seinni hálfleiksins. Ísland komst svo í 18-12 en þá tóku Spánverjar til sinna mála. Þeir stilltu upp í afar framliggjandi 5-1 vörn sem Ísland átti í miklu basli með. Hægt og rólega náði Spánn að saxa á forystuna. Gestirnir skoruðu fimm mörk í röð og minnkuðu muninn í eitt mark - og enn voru fimm mínútur eftir. Rut Jónsdóttir skoraði þá mikilvægt mark en Spánverjar minnkuðu aftur í eitt. Anna Úrsúla skoraði svo eftir mikla baráttu á línunni og endurheimti tveggja marka forystu. Jenný varði svo tvívegis á síðustu tveimur mínútunum sem gerði útslagið. Dagný kórónaði frábæran sigur með hraðaupphlaupsmarki á síðustu sekúndunni og braust út gríðarlegur fögnuður á meðal áhorfenda og leikmanna. Þrátt fyrir þennan góða sigur á Ísland heilmikið inni. Stella Sigurðardóttir er frábær skytta sem átti erfitt með að finna markið í kvöld. Hún spilaði þó mjög vel fyrir liðið, rétt eins og fyrirliðinn Hrafnhildur Ósk Skúladóttir sem þó skoraði bara tvö mörk. Það er allt til staðar fyrir sigur á sunnudaginn en stelpurnar hafa nú margsýnt að þær geta, á góðum degi, unnið nánast hvaða lið sem er. Karen: Mikill munur á liðinuMynd/Stefán„Við vorum slakar í fyrri hálfleik, sérstkalega í sókninni," sagði leikstjórnandinn Karen Knútsdóttir eftir leikinn. „Við kláruðum færin okkar illa og hraðinn í spilinu var lélegur. Við vissum að við ættum 20-30 prósent inni." „Við settum meiri kraft í vörnina og Jenný varði ótrúlega vel. Hún er á góðri leið með að verja okkur inn á EM," sagði hún og brosti. „Það gerði okkur kleift að keyra betur á þær í sókninni og þá komu auðveldu mörkin. Jenný vann samt þennan leik fyrir okkur, ef svo má segja." Ísland tapaði fyrir Úkraínu með eins marks mun í október en síðan þá hefur liðið sýnt miklar framfarir, ekki síst á HM í desember. „Þá sönnuðum við að við getum unnið stórlið og af hverju ekki Spán á heimavelli? Við sýndum stöðugleika á HM í Brasilíu sem fylgir okkur enn." „En þetta er bara fyrri hálfleikur. Við höfum áður unnið Úkraínu með nítján marka mun en við höfum líka tapað fyrir þeim. Það er langt ferðalag fram undan en við ætlum okkur áfram." Jenný: Liðsheildin skiptir máliMynd/StefánGuðný Jenný var hógværðin uppmáluð í viðtali við Vísi eftir leikinn. „Við vinnum þetta allar saman. Það er liðsheildin sem skiptir máli - þetta þarf allt að haldast í hendur." Eftir slakan fyrri hálfleik var allt annað að sjá til Íslands í þeim síðari. „Gústi hamaraði á því við okkur að við gætum gert betur. Sem og við gerðum. Við byrjuðum gríðarlega vel og náðum að sigla þessu í höfn, þó svo að það hafi staðið tæpt á tímabili." „Nú þurfum við að eiga annan eins leik gegn Úkraínu. Það verður annar hörkuleikur og nú á erfiðum útivelli. En það er allt hægt og við erum ekki hættar." Ágúst: Reynsla og þolinmæði í liðinuMynd/Stefán„Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik. Ég var ekki ánægður með þann fyrri og lét þær vita af því í búningsklefanum í hálfleik," sagði landsliðsþjálfarinn Ágúst Jóhannsson. „Við skerptum á ákveðnum þáttum og gáfum í. Við vorum passívar í fyrri hálfleik en mun grimmari í þeim síðari. Fyrir vikið uppskárum við góðan þriggja marka sigur á einu besta landsliði heims." Spánverjar náðu þó að minnka muninn í eitt mark þegar fimm mínútur voru eftir en Ísland var þá ekki búið að skora í um tíu mínútur. „Við lentum í vandræðum gegn 5-1 vörninni þeirra en héldum þetta samt út. Það er komin ákveðin reynsla og þolinmæði í liðið sem var ekki áður. Það er mjög jákvætt." „Við höfum trú á því sem við erum að gera og förum nú til Úkraínu til að vinna þann leik og koma okkur á EM. Við vitum að þetta verður erfitt en við ætlum okkur áfram." Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
EM-draumur íslenska kvennalandsliðsins í handbolta lifir enn góðu lífi eftir frábæran þriggja marka sigur á Spáni í Vodafone-höllinni í kvöld. Sigurinn þýðir að fram undan er hreinn úrslitaleikur gegn Úkraínu um hvort liðið fylgir Spánverjum á EM í Hollandi í desember. Ísland þarf þó að vinna minnst þriggja marka sigur á sterkum útivelli til að komast áfram. Sigurinn í kvöld sendir þó þeim úkraínsku skýr skilaboð og ljóst að stelpurnar okkar munu veita þeim afar harða samkeppni um EM-sætið. Ísland sá til þess að Úkraína komst ekki á EM fyrir tveimur árum og getur endurtekið leikinn nú. Guðný Jenný Ásmundsdóttir átti magnaðan leik í íslenska markinu og varði alls sautján skot - helming þeirra skota sem hún fékk á sig í leiknum. Það var sérstaklega á lokakafla leiksins, þegar Spánverjar gerðu mjög harða atlögu að forystu Íslands, sem hún reyndist gríðarmikill styrkur fyrir íslenska liðið. Á hún miklar þakkir skildar fyrir að velja íslenska landsliðið fram yfir stöðuhækkun í vinnunni á sínum tíma. Svo mikið er víst. Fyrstu tíu mínútur leiksins voru ágætar en þá fór á síga á ógæfuhliðina. Fyrst og fremst var sóknarleikur Íslands slakur en Ísland skoraði aðeins eitt mark á fjórtán mínútna kafla - enda skot Íslands illa framkvæmd og langt frá því að ógna marki gestanna. Spánverjar hefðu með réttu átt að vera löngu búnar að stinga af en tíð mistök og sóknarbrot hleyptu Íslandi aftur inn í leikinn. Þær náðu að minnka muninn í eitt mark á ný áður en Spánverjar skoruðu síðasta mark fyrri hálfleiksins. Staðan að honum loknum var 10-8. Greinilegt var að spænsku landsliðskonurnar voru þreyttar því einbeitingarleysið var algert og þær áttu einfaldlega ekkert svar við frábærri innkomu Íslands í síðari hálfleikinn. Eitt leiddi af öðru. Rut skoraði með flottu skoti og Jenný varði frá Spánverjum. Karen skoraði og svo Anna Úrsúla úr hraðaupphlaupi eftir misheppnaða sendingu hjá Spáni. Svona gekk þetta í fimmtán mínútur og gangur leiksins eins og í lygasögu. Skyndilega var staðan orðin 17-11 og Ísland búið að skora níu af fyrstu tíu mörkum seinni hálfleiksins. Ísland komst svo í 18-12 en þá tóku Spánverjar til sinna mála. Þeir stilltu upp í afar framliggjandi 5-1 vörn sem Ísland átti í miklu basli með. Hægt og rólega náði Spánn að saxa á forystuna. Gestirnir skoruðu fimm mörk í röð og minnkuðu muninn í eitt mark - og enn voru fimm mínútur eftir. Rut Jónsdóttir skoraði þá mikilvægt mark en Spánverjar minnkuðu aftur í eitt. Anna Úrsúla skoraði svo eftir mikla baráttu á línunni og endurheimti tveggja marka forystu. Jenný varði svo tvívegis á síðustu tveimur mínútunum sem gerði útslagið. Dagný kórónaði frábæran sigur með hraðaupphlaupsmarki á síðustu sekúndunni og braust út gríðarlegur fögnuður á meðal áhorfenda og leikmanna. Þrátt fyrir þennan góða sigur á Ísland heilmikið inni. Stella Sigurðardóttir er frábær skytta sem átti erfitt með að finna markið í kvöld. Hún spilaði þó mjög vel fyrir liðið, rétt eins og fyrirliðinn Hrafnhildur Ósk Skúladóttir sem þó skoraði bara tvö mörk. Það er allt til staðar fyrir sigur á sunnudaginn en stelpurnar hafa nú margsýnt að þær geta, á góðum degi, unnið nánast hvaða lið sem er. Karen: Mikill munur á liðinuMynd/Stefán„Við vorum slakar í fyrri hálfleik, sérstkalega í sókninni," sagði leikstjórnandinn Karen Knútsdóttir eftir leikinn. „Við kláruðum færin okkar illa og hraðinn í spilinu var lélegur. Við vissum að við ættum 20-30 prósent inni." „Við settum meiri kraft í vörnina og Jenný varði ótrúlega vel. Hún er á góðri leið með að verja okkur inn á EM," sagði hún og brosti. „Það gerði okkur kleift að keyra betur á þær í sókninni og þá komu auðveldu mörkin. Jenný vann samt þennan leik fyrir okkur, ef svo má segja." Ísland tapaði fyrir Úkraínu með eins marks mun í október en síðan þá hefur liðið sýnt miklar framfarir, ekki síst á HM í desember. „Þá sönnuðum við að við getum unnið stórlið og af hverju ekki Spán á heimavelli? Við sýndum stöðugleika á HM í Brasilíu sem fylgir okkur enn." „En þetta er bara fyrri hálfleikur. Við höfum áður unnið Úkraínu með nítján marka mun en við höfum líka tapað fyrir þeim. Það er langt ferðalag fram undan en við ætlum okkur áfram." Jenný: Liðsheildin skiptir máliMynd/StefánGuðný Jenný var hógværðin uppmáluð í viðtali við Vísi eftir leikinn. „Við vinnum þetta allar saman. Það er liðsheildin sem skiptir máli - þetta þarf allt að haldast í hendur." Eftir slakan fyrri hálfleik var allt annað að sjá til Íslands í þeim síðari. „Gústi hamaraði á því við okkur að við gætum gert betur. Sem og við gerðum. Við byrjuðum gríðarlega vel og náðum að sigla þessu í höfn, þó svo að það hafi staðið tæpt á tímabili." „Nú þurfum við að eiga annan eins leik gegn Úkraínu. Það verður annar hörkuleikur og nú á erfiðum útivelli. En það er allt hægt og við erum ekki hættar." Ágúst: Reynsla og þolinmæði í liðinuMynd/Stefán„Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik. Ég var ekki ánægður með þann fyrri og lét þær vita af því í búningsklefanum í hálfleik," sagði landsliðsþjálfarinn Ágúst Jóhannsson. „Við skerptum á ákveðnum þáttum og gáfum í. Við vorum passívar í fyrri hálfleik en mun grimmari í þeim síðari. Fyrir vikið uppskárum við góðan þriggja marka sigur á einu besta landsliði heims." Spánverjar náðu þó að minnka muninn í eitt mark þegar fimm mínútur voru eftir en Ísland var þá ekki búið að skora í um tíu mínútur. „Við lentum í vandræðum gegn 5-1 vörninni þeirra en héldum þetta samt út. Það er komin ákveðin reynsla og þolinmæði í liðið sem var ekki áður. Það er mjög jákvætt." „Við höfum trú á því sem við erum að gera og förum nú til Úkraínu til að vinna þann leik og koma okkur á EM. Við vitum að þetta verður erfitt en við ætlum okkur áfram."
Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn