Handbolti

Íslensku strákarnir rólegir í léttum sigri AG

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/Heimasíða AG
AG Kaupmannahöfn vann fjórtán marka sigur á botnliði Lemvig-Thyborøn, 39-25 í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld en AG var fyrir nokkru búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. AG náði því í 47 af 52 mögulegum stigum í umferðunum 26.

Íslensku leikmennirnir í AG voru rólegir í kvöld en Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson voru með sitthvort markið sem komu bæði í fyrri hálfleiknum. Ólafur Stefánsson og Arnór Atlason voru hinsvegar hvíldir í leiknum.

Mikkel Hansen fór á kostum og skoraði ellefu mörk. Mads Mensah Larsen var með sjö mörk og Lars T. Jørgensen skoraði fimm mörk. Markvörðurinn Dennis Bo Jensen lék sinn fyrsta leik með liðinu og varði mjög vel en hann kom inn í liðið fyrir Steinar Ege sem sleit hásin á dögunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×