Handbolti

Ekkert stöðvar Kiel | 25 sigrar í röð

Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason.
Það er sem fyrr ekkert lát á lygilegu gengi Íslendingaliðsins Kiel en það vann í kvöld sinn 25. leik í röð í þýsku úrvalsdeildinni. Að þessu sinni völtuðu lærisveinar Alfreðs Gíslasonar yfir Melsungen. Aron Pálmarsson skoraði eitt mark í leiknum fyrir Kiel.

Rúnar Kárason og félagar í Bergischer eru sem fyrr í vondum málum í þriðja neðsta sæti deildarinnar eftir tap gegn Björgvini Páli Gústavssyni og félögum hans í Magdeburg. Rúnar fór mikinn í liði Bergischer og var markahæstur þeirra með sjö mörk. Magdeburg er í sjötta sæti deildarinnar.

Hannover-Burgdorf veitti Þýskalandsmeisturum Hamburg mikla keppni í Color Line Arena en varð að lokum að játa sig sigrað. Vignir Svavarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu báðir eitt mark fyrir Hannover. Hannes Jón Jónsson komst ekki á blað.

Úrslit:

Hamburg-Hannover  34-30

Lübbecke-Flensburg  21-25

Magdeburg-Bergischer  37-27

Melsungen-Kiel  19-27




Fleiri fréttir

Sjá meira


×