Handbolti

Rúnar áfram í herbúðum Bergischer HC

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúnar í leik með Bergischer.
Rúnar í leik með Bergischer. Nordic Photos / Getty Images
Rúnar Kárason hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Bergischer HC. Hann er sagður hafa hafnað mörgum tilboðum frá öðrum liðum.

„Það var allt annað en sjálfgefið að Rúnar yrði áfram hjá okkur á næsta tímabili," sagði Stefan Adam, framkvæmdarstjóri Bergischer við þýska fjölmiðla. „Hann hafði fengið mörg spennandi tilboð inn á borð til sín en okkur til mikillar ánægju verður hann áfram í leikmannahópi okkar."

Rúnar er 24 ára gömul skytta sem hóf atvinnumannaferilinn hjá Füchse Berlin í Þýskalandi en þar áður spilaði hann með Fram hér á landi. Hann fór svo til Bergischer í september árið 2010 og fór upp í úrvalsdeildina með liðinu síðastliðið vor.

Arnór Gunnarsson, fyrrum leikmaður Vals, mun ganga til liðs við Bergischer í sumar en hann er nú að klára samning sinn við Bittenfeld sem leikur í þýsku B-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×