Innlent

Hefði verið erfiðara að meina Færeyingum að skoða Kerið

Óskar Magnússon.
Óskar Magnússon.
„Ég viðurkenni að ef þetta hefðu verið vinir okkar frá Færeyjum, þá hefði verið erfiðara að taka þessa ákvörðun," sagði Óskar Magnússon í viðtali í Reykjavík síðdegis þar sem rætt var um ákvörðun félags hans auk annarra, sem á Kerið, um að meina forsætisráðherra Kína og föruneyti að skoða Kerið um helgina ásamt íslenskum ráðherrum.

Óskar segir samt ekki endilega pólitíska ákvörðun hafa staðið að baki ákvörðuninni, en sjálfur er hann andvígur núverandi ríkisstjórn og framkvæmdastjóri Morgunblaðsins.

Óskar segir ástæðuna hafa helst verið að árið 2008 hafi félagið, sem á Kerið í Grímsnesi, bannað rútufyrirtækjum að koma með fjölda ferðamanna til þess að skoða náttúruperluna. Ástæðan er sú að ágangur ferðamanna er mikill og umrædd fyrirtæki eru ekki tilbúin til þess að borga fyrir viðhald á Kerinu sem þolir illa ágang, og var í raun komið í óefni árið 2008, að sögn Óskars.

Óskar segir að í framtíðinni verði að taka gjald af ferðamönnum sem skoði helstu perlur Íslands, svo sem Geysi eða Ásbyrgi. Þá bendir hann á í þessu samhengi að til stendur að taka gjald af þeim sem vilja kafa í gjánum á Þingvöllum, en hingað til hafa fyrirtæki athafnað sig þar án þess að borga krónu til þjóðgarðarins. Eins er tekið svokallað klósettgjald á Þingvöllum.

Hægt er að hlusta á athyglisvert viðtal við Óskar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×