Handbolti

Landin: Við mætum Króatíu í úrslitaleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Niklas Landin.
Niklas Landin. Mynd/Nordic Photos/Getty
Niklas Landin, markvörður danska landsliðsins, er viss um að Danir spili um gullið í handboltakeppni Ólympíuleikanna. Danir mæta Svíum í átta liða úrslitunum á morgun og markvörðurinn snjalli hefur ekki miklar áhyggjur af íslenska landsliðinu.

„Sigurstranglegustu liðin eru Króatía og Danmörk. Ég trúi því að við munum bæta okkar leik og það verður allt annað lið sem mætir Svíum," sagði Niklas Landin í viðtali við Ekstrabladet. Danir voru ekki alltof sannfærandi í riðlakeppni Ólympíuleikanna og steinlágu meðal annars fyrir Króötum.

Ef Danir vinna Svía í átta liða úrslitunum þá bíður liðsins leikur á móti annaðhvort Íslandi eða Ungverjalandi í undanúrslitunum. Króatar mæta Túnisbúum í átta liða úrslitunum og spila síðan við annaðhvort Frakka eða Spánverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×