Björgvin Páll: Við erum of góðir til að vera í sama liðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. nóvember 2012 06:00 Björgvin Páll kom til Magdeburg sumarið 2011. Nordic Photos / Getty Images Björgvin Páll Gústavsson fer frá þýska úrvalsdeildarfélaginu Magdeburg næsta sumar. Félagið ákvað að semja við annan markvörð, Dario Quenstedt, sem er reyndar uppalinn hjá félaginu en leikur nú með Lübbecke. Björgvin Páll segir að það hafi verið sameiginleg ákvörðun aðila að hann færi frá félaginu. „Ég fundaði með þjálfaranum í vikunni og við ræddum þetta ítarlega. Mitt aðalmarkmið er að fá að spila reglulega og bæta mig og það varð því niðurstaðan að leita á önnur mið í sumar," segir Björgvin við Fréttablaðið. Hann hefur deilt markvarðarstöðunni með Hollendingnum Gerrie Eijlers. „Við erum líklega of góðir markverðir til að geta verið í sama liðinu," segir Björgvin sem er þó ekki óánægður með veru sína hjá Magdeburg en hann er á sínu öðru ári þar. Gekk vel í fyrra„Markmið félagsins með því að fá mig var að auka hlutfallsmarkvörslu liðsins og það tókst. Markvarslan var mun betri á síðasta tímabili en árið þar á undan," segir Björgvin sem hefur verið frá keppni síðustu vikurnar eftir að hann fékk fyrst salmonellusýkingu og greindist svo með fylgigigt. Björgvin er þó á góðum batavegi og segir markmiðið að spila með Magdeburg á ný eftir rúma viku. Hann segist ætla að halda áfram að gefa allt sitt til félagsins. „Þrátt fyrir allt hefur minn tími hér verið mjög góður og það verður vonandi þannig áfram. Það er heilmikið eftir af tímabilinu og stór verkefni fram undan, bæði með félagsliðinu og landsliðinu. Ég ætla að leggja fyrst og fremst áherslu á að ná mér góðum á ný." Frakkland gæti verið spennandiBjörgvin Páll segir að umboðsmanni hans hafi þegar borist fyrirspurnir frá öðrum félögum. „Það er auðvitað mikið sem kemur til greina. Ég hef verið í þýskumælandi löndum í nokkur ár og líður vel þar. Svo er franska deildin líka spennandi en ég er svo sem til í að prófa allt. Þetta snýst frekar um hvaða lið komi til greina en land," segir Björgvin en hann hefur ekki áhyggjur af því að það verði erfitt fyrir sig að vinna lið. „Markaðurinn fyrir markverði er mjög góður núna. Markvarðarstaðan er mjög mikilvæg í handbolta og flest lið þurfa að vera með tvo góða markverði í sínum liðum. Þegar einn markvörður skiptir um lið geta farið miklar hrókeringar af stað og því oft margir möguleikar í stöðunni," segir Björgvin að lokum. Magdeburg er í níunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar en auk Björgvins Páls hefur Eijlers einnig átt við meiðsli að stríða. Liðið fékk því hinn 41 árs gamla Kristian Asmussen að láni frá Nordsjælland í Danmörku til áramóta. Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson fer frá þýska úrvalsdeildarfélaginu Magdeburg næsta sumar. Félagið ákvað að semja við annan markvörð, Dario Quenstedt, sem er reyndar uppalinn hjá félaginu en leikur nú með Lübbecke. Björgvin Páll segir að það hafi verið sameiginleg ákvörðun aðila að hann færi frá félaginu. „Ég fundaði með þjálfaranum í vikunni og við ræddum þetta ítarlega. Mitt aðalmarkmið er að fá að spila reglulega og bæta mig og það varð því niðurstaðan að leita á önnur mið í sumar," segir Björgvin við Fréttablaðið. Hann hefur deilt markvarðarstöðunni með Hollendingnum Gerrie Eijlers. „Við erum líklega of góðir markverðir til að geta verið í sama liðinu," segir Björgvin sem er þó ekki óánægður með veru sína hjá Magdeburg en hann er á sínu öðru ári þar. Gekk vel í fyrra„Markmið félagsins með því að fá mig var að auka hlutfallsmarkvörslu liðsins og það tókst. Markvarslan var mun betri á síðasta tímabili en árið þar á undan," segir Björgvin sem hefur verið frá keppni síðustu vikurnar eftir að hann fékk fyrst salmonellusýkingu og greindist svo með fylgigigt. Björgvin er þó á góðum batavegi og segir markmiðið að spila með Magdeburg á ný eftir rúma viku. Hann segist ætla að halda áfram að gefa allt sitt til félagsins. „Þrátt fyrir allt hefur minn tími hér verið mjög góður og það verður vonandi þannig áfram. Það er heilmikið eftir af tímabilinu og stór verkefni fram undan, bæði með félagsliðinu og landsliðinu. Ég ætla að leggja fyrst og fremst áherslu á að ná mér góðum á ný." Frakkland gæti verið spennandiBjörgvin Páll segir að umboðsmanni hans hafi þegar borist fyrirspurnir frá öðrum félögum. „Það er auðvitað mikið sem kemur til greina. Ég hef verið í þýskumælandi löndum í nokkur ár og líður vel þar. Svo er franska deildin líka spennandi en ég er svo sem til í að prófa allt. Þetta snýst frekar um hvaða lið komi til greina en land," segir Björgvin en hann hefur ekki áhyggjur af því að það verði erfitt fyrir sig að vinna lið. „Markaðurinn fyrir markverði er mjög góður núna. Markvarðarstaðan er mjög mikilvæg í handbolta og flest lið þurfa að vera með tvo góða markverði í sínum liðum. Þegar einn markvörður skiptir um lið geta farið miklar hrókeringar af stað og því oft margir möguleikar í stöðunni," segir Björgvin að lokum. Magdeburg er í níunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar en auk Björgvins Páls hefur Eijlers einnig átt við meiðsli að stríða. Liðið fékk því hinn 41 árs gamla Kristian Asmussen að láni frá Nordsjælland í Danmörku til áramóta.
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira