Aron Kristjáns: Danirnir eiga góðan séns Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. maí 2012 07:00 Ólafur Stefánsson er búinn að vinna Meistaradeildina fjórum sinnum og verður í lykilhlutverki hjá AG um helgina. fréttablaðið/vilhelm Um helgina ráðast úrslitin í Meistaradeild Evrópu í Köln í Þýskalandi. Fjögur bestu félagslið Evrópu eru þar saman komin og má reikna með að boðið verði upp á handboltaveislu í allra hæsta gæðaflokki. Íslenskir handboltaunnendur eiga sér í lagi von á góðu þar sem tvö af liðunum fjórum eru þjálfuð af Íslendingum og alls sex íslenskir leikmenn spila í þremur þeirra. Aðeins spænska stórveldið Atletico Madrid, áður Ciudad Real, getur komið í veg fyrir að Ísland eignist Evrópumeistara um helgina – og það fleiri en einn. Þýsku liðin Kiel og Füchse Berlin eru bæði þjálfuð af Íslendingum og mætast í fyrri undanúrslitaviðureigninni í dag. Alfreð Gíslason þjálfar Kiel og Aron Pálmarsson spilar með liðinu. Hjá Berlínarrefunum eru þeir Dagur Sigurðsson þjálfari og skyttan öfluga Alexander Petersson. Danska ofurliðið AG frá Kaupmannahöfn er með fjóra íslenska leikmenn innanborðs - þá Arnór Atlason, Ólaf Stefánsson, Guðjón Val Sigurðsson og Snorra Stein Guðjónsson. Þeir fá það verkefni að ryðja Madrídarbúum úr vegi í seinni undanúrslitaleiknum í dag. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, hefur þjálfað bæði í Danmörku og Þýskalandi og hefur fylgst vel með gangi mála í Meistaradeildinni í vetur. Hann er vitanlega spenntur fyrir helginni.„Þetta verður algjör veisla og sú staðreynd að svo margir Íslendingar verða með um helgina er frábær vitnisburður um íslenskan handbolta," segir Aron. Dagsformið skiptir mikluÍ uppgjöri þýsku liðanna reikna sjálfsagt flestir með sigri Kiel enda liðið búið að vinna alla leiki sína í deild og bikar heima fyrir og þegar tryggt sér sigur í báðum keppnum. En Aron segir það ekki sjálfgefið. „Kiel ynni sjálfsagt sjö af tíu leikjum þessara liða en þar sem þetta er bara einn leikur á óháðum velli er allt opið. Kiel er klárlega með sterkara lið en ef Dagur nær fram algjörum toppleik frá sínum mönnum – sérstaklega í vörn og markvörslu – eiga þeir möguleika," segir Aron sem reiknar þó með sigri Kiel. „Í stuttu máli sagt er Alfreð með stórkostlega leikmenn í öllum stöðum. Liðið er vel skipulagt, leikur vörn sem hefur valdið andstæðingum sínum erfiðleikum og ég tel líklegast að þeir vinni í dag. Stærsti óvissuþátturinn er dagsformið og hvernig leikmenn muni mæta stemmdir til leiks. Ef einhver veikleiki er á þessu liði, þá er það að þeir hitti einfaldlega ekki á sinn dag." Öflug liðsheild í AGAron ber miklar taugar til danska handboltans enda var hann þar lengi bæði sem leikmaður og þjálfari. AG er líklega eitt allra besta handboltalið sem Danir hafa átt lengi og hefur komið eins og stormsveipur á sjónarsviðið síðan skartgripasalinn Jesper Nielsen gaf það út fyrir nokkrum árum að hann ætlaði sér að byggja upp frá grunni besta handboltafélag heims. „AG er mjög vel mannað en þrátt fyrir það hefur komið á óvart hversu langt það hefur náð á skömmum tíma. Þetta er í raun nýtt lið en leikmennirnir hafa náð að búa til sterka heild á skömmum tíma. Ber það vitni um hversu miklir liðsmenn Skandinavar eru," segir Aron. Íslendingarnir fjórir eiga ekki síst stóran þátt í velgengninni sem sást einna best á því að þeir skoruðu 22 af 33 mörkum AG í síðari leiknum gegn núverandi Evrópumeisturum Barcelona, sem AG sló út í fjórðungsúrslitum. Landsliðsreynslan skilaði sér„Það var stórkostlegt að fylgjast með þeim. Samvinna þeirra í landsliðinu til margra ára skilaði sér heldur betur fyrir AG og er ekki ólíklegt að svipað verði upp á teningnum um helgina." Aron hefur trú á AG í dag, þrátt fyrir að andstæðingurinn sé ógnarsterkur. „AG er með mjög fjölhæfa leikmenn í vörn sem geta spilað ýmsar útfærslur af 6-0 vörn. Svo í sókninni eru íslensku strákarnir áberandi með besta leikmann heims, Mikkel Hansen, sér við hlið. Þeir standa vel að vígi og eiga góðan séns. Atletico er fornfrægt lið með marga öfluga leikmenn og afar klókan þjálfara – sem hefur unnið þessa keppni margoft áður." Undanúrslitaleikirnir hefjast klukkan 13.15 og 16.00 í dag og verður ítarlega fjallað um leiki helgarinnar á íþróttavef Vísis. Bronsleikurinn og sjálfur úrslitaleikurinn fara svo fram á morgun. Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Um helgina ráðast úrslitin í Meistaradeild Evrópu í Köln í Þýskalandi. Fjögur bestu félagslið Evrópu eru þar saman komin og má reikna með að boðið verði upp á handboltaveislu í allra hæsta gæðaflokki. Íslenskir handboltaunnendur eiga sér í lagi von á góðu þar sem tvö af liðunum fjórum eru þjálfuð af Íslendingum og alls sex íslenskir leikmenn spila í þremur þeirra. Aðeins spænska stórveldið Atletico Madrid, áður Ciudad Real, getur komið í veg fyrir að Ísland eignist Evrópumeistara um helgina – og það fleiri en einn. Þýsku liðin Kiel og Füchse Berlin eru bæði þjálfuð af Íslendingum og mætast í fyrri undanúrslitaviðureigninni í dag. Alfreð Gíslason þjálfar Kiel og Aron Pálmarsson spilar með liðinu. Hjá Berlínarrefunum eru þeir Dagur Sigurðsson þjálfari og skyttan öfluga Alexander Petersson. Danska ofurliðið AG frá Kaupmannahöfn er með fjóra íslenska leikmenn innanborðs - þá Arnór Atlason, Ólaf Stefánsson, Guðjón Val Sigurðsson og Snorra Stein Guðjónsson. Þeir fá það verkefni að ryðja Madrídarbúum úr vegi í seinni undanúrslitaleiknum í dag. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, hefur þjálfað bæði í Danmörku og Þýskalandi og hefur fylgst vel með gangi mála í Meistaradeildinni í vetur. Hann er vitanlega spenntur fyrir helginni.„Þetta verður algjör veisla og sú staðreynd að svo margir Íslendingar verða með um helgina er frábær vitnisburður um íslenskan handbolta," segir Aron. Dagsformið skiptir mikluÍ uppgjöri þýsku liðanna reikna sjálfsagt flestir með sigri Kiel enda liðið búið að vinna alla leiki sína í deild og bikar heima fyrir og þegar tryggt sér sigur í báðum keppnum. En Aron segir það ekki sjálfgefið. „Kiel ynni sjálfsagt sjö af tíu leikjum þessara liða en þar sem þetta er bara einn leikur á óháðum velli er allt opið. Kiel er klárlega með sterkara lið en ef Dagur nær fram algjörum toppleik frá sínum mönnum – sérstaklega í vörn og markvörslu – eiga þeir möguleika," segir Aron sem reiknar þó með sigri Kiel. „Í stuttu máli sagt er Alfreð með stórkostlega leikmenn í öllum stöðum. Liðið er vel skipulagt, leikur vörn sem hefur valdið andstæðingum sínum erfiðleikum og ég tel líklegast að þeir vinni í dag. Stærsti óvissuþátturinn er dagsformið og hvernig leikmenn muni mæta stemmdir til leiks. Ef einhver veikleiki er á þessu liði, þá er það að þeir hitti einfaldlega ekki á sinn dag." Öflug liðsheild í AGAron ber miklar taugar til danska handboltans enda var hann þar lengi bæði sem leikmaður og þjálfari. AG er líklega eitt allra besta handboltalið sem Danir hafa átt lengi og hefur komið eins og stormsveipur á sjónarsviðið síðan skartgripasalinn Jesper Nielsen gaf það út fyrir nokkrum árum að hann ætlaði sér að byggja upp frá grunni besta handboltafélag heims. „AG er mjög vel mannað en þrátt fyrir það hefur komið á óvart hversu langt það hefur náð á skömmum tíma. Þetta er í raun nýtt lið en leikmennirnir hafa náð að búa til sterka heild á skömmum tíma. Ber það vitni um hversu miklir liðsmenn Skandinavar eru," segir Aron. Íslendingarnir fjórir eiga ekki síst stóran þátt í velgengninni sem sást einna best á því að þeir skoruðu 22 af 33 mörkum AG í síðari leiknum gegn núverandi Evrópumeisturum Barcelona, sem AG sló út í fjórðungsúrslitum. Landsliðsreynslan skilaði sér„Það var stórkostlegt að fylgjast með þeim. Samvinna þeirra í landsliðinu til margra ára skilaði sér heldur betur fyrir AG og er ekki ólíklegt að svipað verði upp á teningnum um helgina." Aron hefur trú á AG í dag, þrátt fyrir að andstæðingurinn sé ógnarsterkur. „AG er með mjög fjölhæfa leikmenn í vörn sem geta spilað ýmsar útfærslur af 6-0 vörn. Svo í sókninni eru íslensku strákarnir áberandi með besta leikmann heims, Mikkel Hansen, sér við hlið. Þeir standa vel að vígi og eiga góðan séns. Atletico er fornfrægt lið með marga öfluga leikmenn og afar klókan þjálfara – sem hefur unnið þessa keppni margoft áður." Undanúrslitaleikirnir hefjast klukkan 13.15 og 16.00 í dag og verður ítarlega fjallað um leiki helgarinnar á íþróttavef Vísis. Bronsleikurinn og sjálfur úrslitaleikurinn fara svo fram á morgun.
Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira