Aron Kristjáns: Danirnir eiga góðan séns Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. maí 2012 07:00 Ólafur Stefánsson er búinn að vinna Meistaradeildina fjórum sinnum og verður í lykilhlutverki hjá AG um helgina. fréttablaðið/vilhelm Um helgina ráðast úrslitin í Meistaradeild Evrópu í Köln í Þýskalandi. Fjögur bestu félagslið Evrópu eru þar saman komin og má reikna með að boðið verði upp á handboltaveislu í allra hæsta gæðaflokki. Íslenskir handboltaunnendur eiga sér í lagi von á góðu þar sem tvö af liðunum fjórum eru þjálfuð af Íslendingum og alls sex íslenskir leikmenn spila í þremur þeirra. Aðeins spænska stórveldið Atletico Madrid, áður Ciudad Real, getur komið í veg fyrir að Ísland eignist Evrópumeistara um helgina – og það fleiri en einn. Þýsku liðin Kiel og Füchse Berlin eru bæði þjálfuð af Íslendingum og mætast í fyrri undanúrslitaviðureigninni í dag. Alfreð Gíslason þjálfar Kiel og Aron Pálmarsson spilar með liðinu. Hjá Berlínarrefunum eru þeir Dagur Sigurðsson þjálfari og skyttan öfluga Alexander Petersson. Danska ofurliðið AG frá Kaupmannahöfn er með fjóra íslenska leikmenn innanborðs - þá Arnór Atlason, Ólaf Stefánsson, Guðjón Val Sigurðsson og Snorra Stein Guðjónsson. Þeir fá það verkefni að ryðja Madrídarbúum úr vegi í seinni undanúrslitaleiknum í dag. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, hefur þjálfað bæði í Danmörku og Þýskalandi og hefur fylgst vel með gangi mála í Meistaradeildinni í vetur. Hann er vitanlega spenntur fyrir helginni.„Þetta verður algjör veisla og sú staðreynd að svo margir Íslendingar verða með um helgina er frábær vitnisburður um íslenskan handbolta," segir Aron. Dagsformið skiptir mikluÍ uppgjöri þýsku liðanna reikna sjálfsagt flestir með sigri Kiel enda liðið búið að vinna alla leiki sína í deild og bikar heima fyrir og þegar tryggt sér sigur í báðum keppnum. En Aron segir það ekki sjálfgefið. „Kiel ynni sjálfsagt sjö af tíu leikjum þessara liða en þar sem þetta er bara einn leikur á óháðum velli er allt opið. Kiel er klárlega með sterkara lið en ef Dagur nær fram algjörum toppleik frá sínum mönnum – sérstaklega í vörn og markvörslu – eiga þeir möguleika," segir Aron sem reiknar þó með sigri Kiel. „Í stuttu máli sagt er Alfreð með stórkostlega leikmenn í öllum stöðum. Liðið er vel skipulagt, leikur vörn sem hefur valdið andstæðingum sínum erfiðleikum og ég tel líklegast að þeir vinni í dag. Stærsti óvissuþátturinn er dagsformið og hvernig leikmenn muni mæta stemmdir til leiks. Ef einhver veikleiki er á þessu liði, þá er það að þeir hitti einfaldlega ekki á sinn dag." Öflug liðsheild í AGAron ber miklar taugar til danska handboltans enda var hann þar lengi bæði sem leikmaður og þjálfari. AG er líklega eitt allra besta handboltalið sem Danir hafa átt lengi og hefur komið eins og stormsveipur á sjónarsviðið síðan skartgripasalinn Jesper Nielsen gaf það út fyrir nokkrum árum að hann ætlaði sér að byggja upp frá grunni besta handboltafélag heims. „AG er mjög vel mannað en þrátt fyrir það hefur komið á óvart hversu langt það hefur náð á skömmum tíma. Þetta er í raun nýtt lið en leikmennirnir hafa náð að búa til sterka heild á skömmum tíma. Ber það vitni um hversu miklir liðsmenn Skandinavar eru," segir Aron. Íslendingarnir fjórir eiga ekki síst stóran þátt í velgengninni sem sást einna best á því að þeir skoruðu 22 af 33 mörkum AG í síðari leiknum gegn núverandi Evrópumeisturum Barcelona, sem AG sló út í fjórðungsúrslitum. Landsliðsreynslan skilaði sér„Það var stórkostlegt að fylgjast með þeim. Samvinna þeirra í landsliðinu til margra ára skilaði sér heldur betur fyrir AG og er ekki ólíklegt að svipað verði upp á teningnum um helgina." Aron hefur trú á AG í dag, þrátt fyrir að andstæðingurinn sé ógnarsterkur. „AG er með mjög fjölhæfa leikmenn í vörn sem geta spilað ýmsar útfærslur af 6-0 vörn. Svo í sókninni eru íslensku strákarnir áberandi með besta leikmann heims, Mikkel Hansen, sér við hlið. Þeir standa vel að vígi og eiga góðan séns. Atletico er fornfrægt lið með marga öfluga leikmenn og afar klókan þjálfara – sem hefur unnið þessa keppni margoft áður." Undanúrslitaleikirnir hefjast klukkan 13.15 og 16.00 í dag og verður ítarlega fjallað um leiki helgarinnar á íþróttavef Vísis. Bronsleikurinn og sjálfur úrslitaleikurinn fara svo fram á morgun. Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Fleiri fréttir „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Sjá meira
Um helgina ráðast úrslitin í Meistaradeild Evrópu í Köln í Þýskalandi. Fjögur bestu félagslið Evrópu eru þar saman komin og má reikna með að boðið verði upp á handboltaveislu í allra hæsta gæðaflokki. Íslenskir handboltaunnendur eiga sér í lagi von á góðu þar sem tvö af liðunum fjórum eru þjálfuð af Íslendingum og alls sex íslenskir leikmenn spila í þremur þeirra. Aðeins spænska stórveldið Atletico Madrid, áður Ciudad Real, getur komið í veg fyrir að Ísland eignist Evrópumeistara um helgina – og það fleiri en einn. Þýsku liðin Kiel og Füchse Berlin eru bæði þjálfuð af Íslendingum og mætast í fyrri undanúrslitaviðureigninni í dag. Alfreð Gíslason þjálfar Kiel og Aron Pálmarsson spilar með liðinu. Hjá Berlínarrefunum eru þeir Dagur Sigurðsson þjálfari og skyttan öfluga Alexander Petersson. Danska ofurliðið AG frá Kaupmannahöfn er með fjóra íslenska leikmenn innanborðs - þá Arnór Atlason, Ólaf Stefánsson, Guðjón Val Sigurðsson og Snorra Stein Guðjónsson. Þeir fá það verkefni að ryðja Madrídarbúum úr vegi í seinni undanúrslitaleiknum í dag. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, hefur þjálfað bæði í Danmörku og Þýskalandi og hefur fylgst vel með gangi mála í Meistaradeildinni í vetur. Hann er vitanlega spenntur fyrir helginni.„Þetta verður algjör veisla og sú staðreynd að svo margir Íslendingar verða með um helgina er frábær vitnisburður um íslenskan handbolta," segir Aron. Dagsformið skiptir mikluÍ uppgjöri þýsku liðanna reikna sjálfsagt flestir með sigri Kiel enda liðið búið að vinna alla leiki sína í deild og bikar heima fyrir og þegar tryggt sér sigur í báðum keppnum. En Aron segir það ekki sjálfgefið. „Kiel ynni sjálfsagt sjö af tíu leikjum þessara liða en þar sem þetta er bara einn leikur á óháðum velli er allt opið. Kiel er klárlega með sterkara lið en ef Dagur nær fram algjörum toppleik frá sínum mönnum – sérstaklega í vörn og markvörslu – eiga þeir möguleika," segir Aron sem reiknar þó með sigri Kiel. „Í stuttu máli sagt er Alfreð með stórkostlega leikmenn í öllum stöðum. Liðið er vel skipulagt, leikur vörn sem hefur valdið andstæðingum sínum erfiðleikum og ég tel líklegast að þeir vinni í dag. Stærsti óvissuþátturinn er dagsformið og hvernig leikmenn muni mæta stemmdir til leiks. Ef einhver veikleiki er á þessu liði, þá er það að þeir hitti einfaldlega ekki á sinn dag." Öflug liðsheild í AGAron ber miklar taugar til danska handboltans enda var hann þar lengi bæði sem leikmaður og þjálfari. AG er líklega eitt allra besta handboltalið sem Danir hafa átt lengi og hefur komið eins og stormsveipur á sjónarsviðið síðan skartgripasalinn Jesper Nielsen gaf það út fyrir nokkrum árum að hann ætlaði sér að byggja upp frá grunni besta handboltafélag heims. „AG er mjög vel mannað en þrátt fyrir það hefur komið á óvart hversu langt það hefur náð á skömmum tíma. Þetta er í raun nýtt lið en leikmennirnir hafa náð að búa til sterka heild á skömmum tíma. Ber það vitni um hversu miklir liðsmenn Skandinavar eru," segir Aron. Íslendingarnir fjórir eiga ekki síst stóran þátt í velgengninni sem sást einna best á því að þeir skoruðu 22 af 33 mörkum AG í síðari leiknum gegn núverandi Evrópumeisturum Barcelona, sem AG sló út í fjórðungsúrslitum. Landsliðsreynslan skilaði sér„Það var stórkostlegt að fylgjast með þeim. Samvinna þeirra í landsliðinu til margra ára skilaði sér heldur betur fyrir AG og er ekki ólíklegt að svipað verði upp á teningnum um helgina." Aron hefur trú á AG í dag, þrátt fyrir að andstæðingurinn sé ógnarsterkur. „AG er með mjög fjölhæfa leikmenn í vörn sem geta spilað ýmsar útfærslur af 6-0 vörn. Svo í sókninni eru íslensku strákarnir áberandi með besta leikmann heims, Mikkel Hansen, sér við hlið. Þeir standa vel að vígi og eiga góðan séns. Atletico er fornfrægt lið með marga öfluga leikmenn og afar klókan þjálfara – sem hefur unnið þessa keppni margoft áður." Undanúrslitaleikirnir hefjast klukkan 13.15 og 16.00 í dag og verður ítarlega fjallað um leiki helgarinnar á íþróttavef Vísis. Bronsleikurinn og sjálfur úrslitaleikurinn fara svo fram á morgun.
Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Fleiri fréttir „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Sjá meira