Gömul en alls ekki góð Friðrika Benónýsdóttir skrifar 5. apríl 2012 06:00 Þessi leikur er alltof flókinn fyrir gamalt fólk,“ sagði fjórtán ára dóttursonur minn andvarpandi eftir að hafa eytt klukkutíma í að reyna að kenna ömmu gömlu leikreglurnar í uppáhaldstölvuleiknum sínum. Varla hafði hann sleppt orðinu þegar hann gerði sér ljóst að hann hafði hlaupið á sig, sótroðnaði og flýtti sér að bæta við: „Ég meina sko eldra en þrjátíu ára.“ Það er nefnilega orðið verulega móðgandi að segja að einhver sé gamall. Fólk er ungt og efnilegt fram yfir fertugt, miðaldra fram á sjötugsaldur og þegar lögbundinn eftirlaunaaldur skellur á verður það að eldri borgurum, eða jafnvel heldri borgurum, en aldrei gamalt. Það er stimpill sem er óhugsandi að setja á manneskjur í nútímasamfélagi. Virðingin fyrir aldri, reynslu og visku sem manni var innrættur sem barni er farin veg allrar veraldar og í þau örfáu skipti sem gömlu fólki bregður fyrir í íslenskum fjölmiðlum er talað við það sem einhvers konar sambland af börnum og furðufyrirbærum. „Kanntu enn þá þulur? Æðislegt!“ „Og þú ferð enn í göngutúra? Duglegur strákur!“ við erum við öll á hröðum flótta undan ellinni og dauðanum og berjum hausum við steina í erg og gríð við að sannfæra sjálf okkur og umhverfið um að við séum sko alls ekki gömul. Rembumst eins og rjúpur við fitness-staura við að halda líkömunum unglegum og snyrtivörubransinn og heilsumafían velta milljörðum á milljarða ofan við að ala á þessari aldursfóbíu. Nýlega sá ég meira að segja „lærða“ grein á amerískri heilsuvefsíðu um það að regluleg inntaka C-vítamíns minnkaði líkurnar á dauða um heil fimmtíu prósent. Og enginn sem tjáði sig í kommentakerfinu virtist sjá nokkuð athugavert við þá fullyrðingu. Sennilega verður þess ekki langt að bíða að fólk fari að trúa því í alvöru að það geti orðið ódauðlegt ef það bara borðar þetta en ekki hitt, hleypur og spriklar sem mest það má, smyr sig rándýrum kremum frá toppi til táar og leyfir lýtalæknum að breyta sér í svipbrigðalausar múmíur. Gamall kemur reyndar oft fyrir sem virðingarheiti í íslenskum málsháttum, því þarf auðvitað að breyta. Vonandi hafa þeir sem velja málshættina í páskaeggin í ár áttað sig á því hvað orðið er stuðandi og náð að breyta grónum málsháttum í samræmi við það. „Hvað ungur nemur, eldri temur“ og „Oft er það gott er heldri kveða“ væri góð byrjun, eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Þessi leikur er alltof flókinn fyrir gamalt fólk,“ sagði fjórtán ára dóttursonur minn andvarpandi eftir að hafa eytt klukkutíma í að reyna að kenna ömmu gömlu leikreglurnar í uppáhaldstölvuleiknum sínum. Varla hafði hann sleppt orðinu þegar hann gerði sér ljóst að hann hafði hlaupið á sig, sótroðnaði og flýtti sér að bæta við: „Ég meina sko eldra en þrjátíu ára.“ Það er nefnilega orðið verulega móðgandi að segja að einhver sé gamall. Fólk er ungt og efnilegt fram yfir fertugt, miðaldra fram á sjötugsaldur og þegar lögbundinn eftirlaunaaldur skellur á verður það að eldri borgurum, eða jafnvel heldri borgurum, en aldrei gamalt. Það er stimpill sem er óhugsandi að setja á manneskjur í nútímasamfélagi. Virðingin fyrir aldri, reynslu og visku sem manni var innrættur sem barni er farin veg allrar veraldar og í þau örfáu skipti sem gömlu fólki bregður fyrir í íslenskum fjölmiðlum er talað við það sem einhvers konar sambland af börnum og furðufyrirbærum. „Kanntu enn þá þulur? Æðislegt!“ „Og þú ferð enn í göngutúra? Duglegur strákur!“ við erum við öll á hröðum flótta undan ellinni og dauðanum og berjum hausum við steina í erg og gríð við að sannfæra sjálf okkur og umhverfið um að við séum sko alls ekki gömul. Rembumst eins og rjúpur við fitness-staura við að halda líkömunum unglegum og snyrtivörubransinn og heilsumafían velta milljörðum á milljarða ofan við að ala á þessari aldursfóbíu. Nýlega sá ég meira að segja „lærða“ grein á amerískri heilsuvefsíðu um það að regluleg inntaka C-vítamíns minnkaði líkurnar á dauða um heil fimmtíu prósent. Og enginn sem tjáði sig í kommentakerfinu virtist sjá nokkuð athugavert við þá fullyrðingu. Sennilega verður þess ekki langt að bíða að fólk fari að trúa því í alvöru að það geti orðið ódauðlegt ef það bara borðar þetta en ekki hitt, hleypur og spriklar sem mest það má, smyr sig rándýrum kremum frá toppi til táar og leyfir lýtalæknum að breyta sér í svipbrigðalausar múmíur. Gamall kemur reyndar oft fyrir sem virðingarheiti í íslenskum málsháttum, því þarf auðvitað að breyta. Vonandi hafa þeir sem velja málshættina í páskaeggin í ár áttað sig á því hvað orðið er stuðandi og náð að breyta grónum málsháttum í samræmi við það. „Hvað ungur nemur, eldri temur“ og „Oft er það gott er heldri kveða“ væri góð byrjun, eða hvað?
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun