Innlent

Rök Íslands skynsamleg

Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að Íslendingar hafi sett fram skynsamleg rök í nýafstöðnum viðræðum við Noreg og ESB um makrílveiðar.

Hann segir það miður að slitnað hafi upp úr samningaviðræðunum án þess að árangur hafi náðst en „það skiptir ekki síst máli að Íslendingar settu fram þá hugmynd að fyrst ekki náðust samningar að allir aðilar myndu skera niður sinn kvóta um 30% svo hann verði ekki ofveiddur.“ Þeirri hugmynd var hafnað af samninganefndum ESB og Noregs.

Össur segir að eftir standi sú staðreynd að inn í íslenska fiskveiðilögsögu komi yfir milljón tonn af makríl sem fitar sig um 60% áður en hann fer aftur.

„Af hverju eru okkar kröfur, eða óskir, um veiðar ósanngjarnar í þessu ljósi? Það má ekki gleyma því að makríllinn kemur ekki ókeypis hingað.

Hann étur mikið frá öðrum stofnum og dregur úr framleiðslugetu þeirra. Þetta hefur áhrif á aðrar tegundir.“ - þj, shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×