Hjarta, heili og kynfæri í hnút Sigga Dögg skrifar 12. febrúar 2012 08:00 Spurning: Hæ Sigga Dögg og takk fyrir hressileg skrif í síðustu viku. Að lesa um fólk sem vill fá annað fólk í kynlífið sitt finnst mér ansi framandi og frekar hrollvekjandi. Ég er samt engin nunna og stunda alveg mitt kynlíf, þrátt fyrir að vera ekki í sambandi. Ég fór aðeins að velta fyrir mér ábyrgu og óábyrgu kynlífi. Ég gæti fyllsta öryggis í kynlífi mínu þó að rekkjunautarnir séu nokkrir, er ég þá að stunda ábyrgt kynlíf? Hvað er annars óábyrgt kynlíf, er það bara án getnaðarvarna eða er skilningur minn á hugtakinu lítill? Svar: Minn skilningur á ábyrgu kynlífi felur bæði í sér líkamlega ábyrgð og tilfinningalega. Það er ábyrgt af þér, fyrir þig sjálfa og rekkjunautinn, að nota getnaðarvarnir en nú velti ég því fyrir mér hvaða tegund af getnaðarvörn þú notir. Mér finnst ég alltof oft heyra af stúlkum sem signa sig af þakklæti fyrir að vera á pillunni, en þungun er alls ekki það eina sem þarf að hafa áhyggjur af. Kynsjúkdómar eru algengir og þeir smitast tiltölulega auðveldlega, sér í lagi eftir því sem fjöldi rekkjunauta vex. Smokkurinn er eina getnaðarvörnin sem ver gegn kynsjúkdómum og þungun. Ef þú notar smokkinn, þá ertu ábyrgur rekkjunautur. Svo er það tilfinningalega ábyrgðin. Það er mikilvægt að kynlíf sé stundað með samþykki beggja aðila. Það er ágætis venja að biðja rekkjunautinn reglulega um leyfi og þannig ganga úr skugga um hvort allt sé í lagi. Einstaklingar eru ólíkir og það er ekkert eitt kynlíf sem virkar á alla, líkt og spyrjandi seinustu viku benti á. Takir þú tillit til þess þá ertu ábyrg.Pillan ekki nóg Smokkurinn er eina getnaðarvörnin sem ver gegn kynsjúkdómum og þungun.Þá finnst mér einnig mikilvægt að forsendur fyrir kynlífinu séu þær sömu. Það er leiðigjarnt að vera sá sem er táldreginn á asnaeyrum með von um að kynlíf þróist í ást. Ef þig langar í stundargaman hafðu það þá á hreinu. Eins ef þig langar í samband. Kynlíf er vettvangur þar sem hjarta, heili og kynfæri eiga það til að lenda í hnút og því gott að segja það sem maður meinar og meina það sem maður segir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun
Spurning: Hæ Sigga Dögg og takk fyrir hressileg skrif í síðustu viku. Að lesa um fólk sem vill fá annað fólk í kynlífið sitt finnst mér ansi framandi og frekar hrollvekjandi. Ég er samt engin nunna og stunda alveg mitt kynlíf, þrátt fyrir að vera ekki í sambandi. Ég fór aðeins að velta fyrir mér ábyrgu og óábyrgu kynlífi. Ég gæti fyllsta öryggis í kynlífi mínu þó að rekkjunautarnir séu nokkrir, er ég þá að stunda ábyrgt kynlíf? Hvað er annars óábyrgt kynlíf, er það bara án getnaðarvarna eða er skilningur minn á hugtakinu lítill? Svar: Minn skilningur á ábyrgu kynlífi felur bæði í sér líkamlega ábyrgð og tilfinningalega. Það er ábyrgt af þér, fyrir þig sjálfa og rekkjunautinn, að nota getnaðarvarnir en nú velti ég því fyrir mér hvaða tegund af getnaðarvörn þú notir. Mér finnst ég alltof oft heyra af stúlkum sem signa sig af þakklæti fyrir að vera á pillunni, en þungun er alls ekki það eina sem þarf að hafa áhyggjur af. Kynsjúkdómar eru algengir og þeir smitast tiltölulega auðveldlega, sér í lagi eftir því sem fjöldi rekkjunauta vex. Smokkurinn er eina getnaðarvörnin sem ver gegn kynsjúkdómum og þungun. Ef þú notar smokkinn, þá ertu ábyrgur rekkjunautur. Svo er það tilfinningalega ábyrgðin. Það er mikilvægt að kynlíf sé stundað með samþykki beggja aðila. Það er ágætis venja að biðja rekkjunautinn reglulega um leyfi og þannig ganga úr skugga um hvort allt sé í lagi. Einstaklingar eru ólíkir og það er ekkert eitt kynlíf sem virkar á alla, líkt og spyrjandi seinustu viku benti á. Takir þú tillit til þess þá ertu ábyrg.Pillan ekki nóg Smokkurinn er eina getnaðarvörnin sem ver gegn kynsjúkdómum og þungun.Þá finnst mér einnig mikilvægt að forsendur fyrir kynlífinu séu þær sömu. Það er leiðigjarnt að vera sá sem er táldreginn á asnaeyrum með von um að kynlíf þróist í ást. Ef þig langar í stundargaman hafðu það þá á hreinu. Eins ef þig langar í samband. Kynlíf er vettvangur þar sem hjarta, heili og kynfæri eiga það til að lenda í hnút og því gott að segja það sem maður meinar og meina það sem maður segir.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun