Handbolti

Þórir: Ekki hættir í þessari keppni

Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar
Mynd/Vilhelm
„Þetta er mun skemmtilegra núna en í síðustu leikjum. Það var allt annar hugur í okkur núna. Við vildum sýna þjóðinni og okkur sjálfum að við værum ekkert hættir í þessari keppni," sagði hornamaðurinn frá Selfossi, Þórir Ólafsson, en hann skoraði fjögur mörk í leiknum gegn Ungverjum í gær.

„Það eru fjögur stig eftir og við viljum gjarna fá þau. Það hefði verið gaman að hafa tekið tvö stig með okkur og vera núna með fjögur stig. Það þýðir ekki að fást um það. Við verðum að reyna að fá fleiri og sjá hverju það skilar okkur."

Þórir segir að ýmislegt hafi breyst fyrir þennan leik. „Það var minni pressa eða eitthvað. Kannski settum við of mikla pressu á okkur gegn Slóvenunum. Unnum þá í Danmörku og ætluðum að gera það aftur. Menn hafa aftur á móti hert upp hugann. Allir bættu sig töluvert til að hjálpa liðinu og það er lykillinn að þessu. Við vorum að berjast hver fyrir einn og okkur sjálfa. Það skilaði þessum sæta sigri."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×