Skýrist með Snorra í dag Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. janúar 2012 06:00 Snorri Steinn hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá landsliðinu undanfarin ár og það yrði gríðarlegt áfall fyrir landsliðið að missa hann. Fréttablaðið/Valli Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að það séu helmingslíkur á því að leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson verði með landsliðinu á EM. Snorri er staddur í Danmörku þar sem unnusta hans eignaðist barn um síðustu helgi. „Það verður tekin endanleg niðurstaða fyrir hádegið á morgun [í dag] þegar ég tilkynni hópinn sem fer til Serbíu. Sá möguleiki er enn fyrir hendi að Snorri komi ekki með okkur," segir Guðmundur en hann hefur reynt að láta málið ekki trufla undirbúninginn. „Við höfum spilað á öðrum mönnum og þetta hefur ekki skaðað né truflað undirbúninginn þannig. Engu að síður yrði alltaf mikill söknuður í Snorra en það þýðir ekki að hugsa of mikið um það enda eitthvað sem við getum ekki breytt. Auðvitað vonumst við samt eftir farsælli lausn. Ef einhver getur komið inn í þennan hóp með litlum fyrirvara þá er það Snorri. Hann þekkir þetta allt frá a til ö hjá okkur." Guðmundur segir að fari svo að Snorri komi ekki með til Serbíu sé liðið ágætlega búið undir það. Hann hafi Aron Pálmarsson, Arnór Atlason, Ólaf Bjarka Ragnarsson og Fannar Friðgeirsson sem geti leyst miðjustöðuna. „Það hefur verið plan B og við höfum undirbúið okkur fyrir slíka stöðu ef hún kemur upp." Fyrir utan Snorra þá hafa þeir Ingimundur Ingimundarson og Alexander Petersson ekki gengið heilir til skógar og fengið frí frá æfingum. „Alexander er byrjaður aftur eftir fríið. Hann var slæmur í öxl og þreyttur. Fríið hefur gert honum gott og ég held að hann verði ferskur á EM. Ingimundur er erfiðara mál. Hann er slæmur í nára og við erum búnir að láta sprauta hann vegna meiðslanna. Það eykur líkurnar á að hann geti verið með okkur af fullum krafti. Hann mun því hvíla alveg fram á sunnudag," sagði Guðmundur. Guðmundur segir að hann muni væntanlega tilkynna 17 manna leikmannahóp í dag. „Ég myndi þá tilkynna 15 leikmenn inn í mótið en við getum bætt 16. manninum við fyrir klukkan 11 á leikdegi. Ég má svo rótera hópnum aftur þegar komið er í milliriðil. Þá má skipta út tveimur mönnum og svo einum eftir milliriðilinn," segir Guðmundur og telur að nauðsynlegt hafi verið að æfa með 20 manna hóp fyrir mótið. Landsliðið leikur við Finna í kvöld og kveður þar með Íslendinga þar sem liðið heldur utan á laugardagsmorgun. „Við ætlum að spila leikinn á fullu. Það er rosalega góð tilfinning að fara inn í mót eftir að hafa spilað vel hér heima við góðan stuðning. Það er gott að fá smá byr í vængina og við finnum fyrir þessum stuðningi þjóðarinnar sem okkur finnst vera ómetanlegur. Við erum alltaf þakklátir fyrir þennan stuðning og gott að taka hann með í farteskinu út." Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að það séu helmingslíkur á því að leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson verði með landsliðinu á EM. Snorri er staddur í Danmörku þar sem unnusta hans eignaðist barn um síðustu helgi. „Það verður tekin endanleg niðurstaða fyrir hádegið á morgun [í dag] þegar ég tilkynni hópinn sem fer til Serbíu. Sá möguleiki er enn fyrir hendi að Snorri komi ekki með okkur," segir Guðmundur en hann hefur reynt að láta málið ekki trufla undirbúninginn. „Við höfum spilað á öðrum mönnum og þetta hefur ekki skaðað né truflað undirbúninginn þannig. Engu að síður yrði alltaf mikill söknuður í Snorra en það þýðir ekki að hugsa of mikið um það enda eitthvað sem við getum ekki breytt. Auðvitað vonumst við samt eftir farsælli lausn. Ef einhver getur komið inn í þennan hóp með litlum fyrirvara þá er það Snorri. Hann þekkir þetta allt frá a til ö hjá okkur." Guðmundur segir að fari svo að Snorri komi ekki með til Serbíu sé liðið ágætlega búið undir það. Hann hafi Aron Pálmarsson, Arnór Atlason, Ólaf Bjarka Ragnarsson og Fannar Friðgeirsson sem geti leyst miðjustöðuna. „Það hefur verið plan B og við höfum undirbúið okkur fyrir slíka stöðu ef hún kemur upp." Fyrir utan Snorra þá hafa þeir Ingimundur Ingimundarson og Alexander Petersson ekki gengið heilir til skógar og fengið frí frá æfingum. „Alexander er byrjaður aftur eftir fríið. Hann var slæmur í öxl og þreyttur. Fríið hefur gert honum gott og ég held að hann verði ferskur á EM. Ingimundur er erfiðara mál. Hann er slæmur í nára og við erum búnir að láta sprauta hann vegna meiðslanna. Það eykur líkurnar á að hann geti verið með okkur af fullum krafti. Hann mun því hvíla alveg fram á sunnudag," sagði Guðmundur. Guðmundur segir að hann muni væntanlega tilkynna 17 manna leikmannahóp í dag. „Ég myndi þá tilkynna 15 leikmenn inn í mótið en við getum bætt 16. manninum við fyrir klukkan 11 á leikdegi. Ég má svo rótera hópnum aftur þegar komið er í milliriðil. Þá má skipta út tveimur mönnum og svo einum eftir milliriðilinn," segir Guðmundur og telur að nauðsynlegt hafi verið að æfa með 20 manna hóp fyrir mótið. Landsliðið leikur við Finna í kvöld og kveður þar með Íslendinga þar sem liðið heldur utan á laugardagsmorgun. „Við ætlum að spila leikinn á fullu. Það er rosalega góð tilfinning að fara inn í mót eftir að hafa spilað vel hér heima við góðan stuðning. Það er gott að fá smá byr í vængina og við finnum fyrir þessum stuðningi þjóðarinnar sem okkur finnst vera ómetanlegur. Við erum alltaf þakklátir fyrir þennan stuðning og gott að taka hann með í farteskinu út."
Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira