Verður afar erfið ákvörðun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2012 08:00 Snorri Steinn hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár. Fréttablaðið/Valli Handbolti Í gær var gengið frá bókun á flugmiða fyrir Snorra Stein Guðjónsson frá Kaupmannahöfn til Íslands en óvíst er hvort hann verði um borð í flugvélinni. Landslið Íslands er nú að undirbúa sig fyrir Evrópumeistaramótið sem hefst í Serbíu á sunnudaginn. Ísland á fyrsta leik á mánudagskvöldið. Snorri Steinn hefur ekkert tekið þátt í undirbúningi landsliðsins þar sem hann hefur verið heima í Kaupmannahöfn með fjölskyldu sinni. Ástæðan er sú að kona hans, Marín Sörens Madsen, átti von á sér en þau eignuðust dóttur nú um helgina. „Það er ekki hundrað prósent að ég komi heim á morgun [í dag]," sagði Snorri Steinn í viðtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. „Ég er með flugmiða en hef ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort að ég komi." Honum er illa við að fara frá fjölskyldu sinni svo stuttu eftir fæðingu barnsins og ætlar að taka ákvörðun um framhaldið í samvinnu við Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara. „Út frá handboltanum væri auðvitað best að koma heim á morgun og ná síðustu æfingum fyrir mótið," bætir hann við en Ísland mætir Finnlandi í æfingalandsleik í Laugardalshöllinni á föstudagskvöldið. Liðið spilað á æfingamóti á Jótlandi í Danmörku um helgina en Snorri Steinn spilaði vitanlega ekkert með liðinu þá. „Undirbúningurinn er að mestu leyti farinn í vaskinn hjá mér hvort eð er. Guðmundur verður að eiga lokaorðið um hvort að ég eigi að hoppa beint út í keppnina í Serbíu. Þetta er auðvitað engin óskastaða fyrir hann," segir Snorri. „Auðvitað vill maður alltaf vera með og það kitlar mikið að fá að taka þátt í stórmóti," segir Snorri. „Ég hef verið að fylgjast með umræðunni heima í gegnum netið og það er alltaf mikil og góð stemning í kringum stórmót í handbolta." En hann segir að það verði að vera á réttum forsendum. „Því miður get ég ekki gefið nein betri svör eins og er. Þrátt fyrir allt er manni illa við að fara frá fjölskyldunni á þessari stundu þó svo að konan hafi nánast sagt mér að fara bara," segir hann og hlær. „Þetta er því bara ákvörðun sem ég þarf að taka og verður hún ekki auðveld." En þó svo að Snorri Steinn kæmi ekki heim í dag er þó enn möguleiki á því að hann spili með liðinu í Serbíu. „Ef ég kem ekki heim á morgun verðum ég og Guðmundur þjálfari að taka ákvörðun saman um framhaldið." Landsliðið tók sér frí frá æfingum í gær en æfir í dag og á morgun auk þess að spila leikinn við Finna á föstudaginn. Hópurinn heldur svo utan á laugardagsmorgun. Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Handbolti Í gær var gengið frá bókun á flugmiða fyrir Snorra Stein Guðjónsson frá Kaupmannahöfn til Íslands en óvíst er hvort hann verði um borð í flugvélinni. Landslið Íslands er nú að undirbúa sig fyrir Evrópumeistaramótið sem hefst í Serbíu á sunnudaginn. Ísland á fyrsta leik á mánudagskvöldið. Snorri Steinn hefur ekkert tekið þátt í undirbúningi landsliðsins þar sem hann hefur verið heima í Kaupmannahöfn með fjölskyldu sinni. Ástæðan er sú að kona hans, Marín Sörens Madsen, átti von á sér en þau eignuðust dóttur nú um helgina. „Það er ekki hundrað prósent að ég komi heim á morgun [í dag]," sagði Snorri Steinn í viðtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. „Ég er með flugmiða en hef ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort að ég komi." Honum er illa við að fara frá fjölskyldu sinni svo stuttu eftir fæðingu barnsins og ætlar að taka ákvörðun um framhaldið í samvinnu við Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara. „Út frá handboltanum væri auðvitað best að koma heim á morgun og ná síðustu æfingum fyrir mótið," bætir hann við en Ísland mætir Finnlandi í æfingalandsleik í Laugardalshöllinni á föstudagskvöldið. Liðið spilað á æfingamóti á Jótlandi í Danmörku um helgina en Snorri Steinn spilaði vitanlega ekkert með liðinu þá. „Undirbúningurinn er að mestu leyti farinn í vaskinn hjá mér hvort eð er. Guðmundur verður að eiga lokaorðið um hvort að ég eigi að hoppa beint út í keppnina í Serbíu. Þetta er auðvitað engin óskastaða fyrir hann," segir Snorri. „Auðvitað vill maður alltaf vera með og það kitlar mikið að fá að taka þátt í stórmóti," segir Snorri. „Ég hef verið að fylgjast með umræðunni heima í gegnum netið og það er alltaf mikil og góð stemning í kringum stórmót í handbolta." En hann segir að það verði að vera á réttum forsendum. „Því miður get ég ekki gefið nein betri svör eins og er. Þrátt fyrir allt er manni illa við að fara frá fjölskyldunni á þessari stundu þó svo að konan hafi nánast sagt mér að fara bara," segir hann og hlær. „Þetta er því bara ákvörðun sem ég þarf að taka og verður hún ekki auðveld." En þó svo að Snorri Steinn kæmi ekki heim í dag er þó enn möguleiki á því að hann spili með liðinu í Serbíu. „Ef ég kem ekki heim á morgun verðum ég og Guðmundur þjálfari að taka ákvörðun saman um framhaldið." Landsliðið tók sér frí frá æfingum í gær en æfir í dag og á morgun auk þess að spila leikinn við Finna á föstudaginn. Hópurinn heldur svo utan á laugardagsmorgun.
Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira