Verður afar erfið ákvörðun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2012 08:00 Snorri Steinn hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár. Fréttablaðið/Valli Handbolti Í gær var gengið frá bókun á flugmiða fyrir Snorra Stein Guðjónsson frá Kaupmannahöfn til Íslands en óvíst er hvort hann verði um borð í flugvélinni. Landslið Íslands er nú að undirbúa sig fyrir Evrópumeistaramótið sem hefst í Serbíu á sunnudaginn. Ísland á fyrsta leik á mánudagskvöldið. Snorri Steinn hefur ekkert tekið þátt í undirbúningi landsliðsins þar sem hann hefur verið heima í Kaupmannahöfn með fjölskyldu sinni. Ástæðan er sú að kona hans, Marín Sörens Madsen, átti von á sér en þau eignuðust dóttur nú um helgina. „Það er ekki hundrað prósent að ég komi heim á morgun [í dag]," sagði Snorri Steinn í viðtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. „Ég er með flugmiða en hef ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort að ég komi." Honum er illa við að fara frá fjölskyldu sinni svo stuttu eftir fæðingu barnsins og ætlar að taka ákvörðun um framhaldið í samvinnu við Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara. „Út frá handboltanum væri auðvitað best að koma heim á morgun og ná síðustu æfingum fyrir mótið," bætir hann við en Ísland mætir Finnlandi í æfingalandsleik í Laugardalshöllinni á föstudagskvöldið. Liðið spilað á æfingamóti á Jótlandi í Danmörku um helgina en Snorri Steinn spilaði vitanlega ekkert með liðinu þá. „Undirbúningurinn er að mestu leyti farinn í vaskinn hjá mér hvort eð er. Guðmundur verður að eiga lokaorðið um hvort að ég eigi að hoppa beint út í keppnina í Serbíu. Þetta er auðvitað engin óskastaða fyrir hann," segir Snorri. „Auðvitað vill maður alltaf vera með og það kitlar mikið að fá að taka þátt í stórmóti," segir Snorri. „Ég hef verið að fylgjast með umræðunni heima í gegnum netið og það er alltaf mikil og góð stemning í kringum stórmót í handbolta." En hann segir að það verði að vera á réttum forsendum. „Því miður get ég ekki gefið nein betri svör eins og er. Þrátt fyrir allt er manni illa við að fara frá fjölskyldunni á þessari stundu þó svo að konan hafi nánast sagt mér að fara bara," segir hann og hlær. „Þetta er því bara ákvörðun sem ég þarf að taka og verður hún ekki auðveld." En þó svo að Snorri Steinn kæmi ekki heim í dag er þó enn möguleiki á því að hann spili með liðinu í Serbíu. „Ef ég kem ekki heim á morgun verðum ég og Guðmundur þjálfari að taka ákvörðun saman um framhaldið." Landsliðið tók sér frí frá æfingum í gær en æfir í dag og á morgun auk þess að spila leikinn við Finna á föstudaginn. Hópurinn heldur svo utan á laugardagsmorgun. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Sjá meira
Handbolti Í gær var gengið frá bókun á flugmiða fyrir Snorra Stein Guðjónsson frá Kaupmannahöfn til Íslands en óvíst er hvort hann verði um borð í flugvélinni. Landslið Íslands er nú að undirbúa sig fyrir Evrópumeistaramótið sem hefst í Serbíu á sunnudaginn. Ísland á fyrsta leik á mánudagskvöldið. Snorri Steinn hefur ekkert tekið þátt í undirbúningi landsliðsins þar sem hann hefur verið heima í Kaupmannahöfn með fjölskyldu sinni. Ástæðan er sú að kona hans, Marín Sörens Madsen, átti von á sér en þau eignuðust dóttur nú um helgina. „Það er ekki hundrað prósent að ég komi heim á morgun [í dag]," sagði Snorri Steinn í viðtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. „Ég er með flugmiða en hef ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort að ég komi." Honum er illa við að fara frá fjölskyldu sinni svo stuttu eftir fæðingu barnsins og ætlar að taka ákvörðun um framhaldið í samvinnu við Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara. „Út frá handboltanum væri auðvitað best að koma heim á morgun og ná síðustu æfingum fyrir mótið," bætir hann við en Ísland mætir Finnlandi í æfingalandsleik í Laugardalshöllinni á föstudagskvöldið. Liðið spilað á æfingamóti á Jótlandi í Danmörku um helgina en Snorri Steinn spilaði vitanlega ekkert með liðinu þá. „Undirbúningurinn er að mestu leyti farinn í vaskinn hjá mér hvort eð er. Guðmundur verður að eiga lokaorðið um hvort að ég eigi að hoppa beint út í keppnina í Serbíu. Þetta er auðvitað engin óskastaða fyrir hann," segir Snorri. „Auðvitað vill maður alltaf vera með og það kitlar mikið að fá að taka þátt í stórmóti," segir Snorri. „Ég hef verið að fylgjast með umræðunni heima í gegnum netið og það er alltaf mikil og góð stemning í kringum stórmót í handbolta." En hann segir að það verði að vera á réttum forsendum. „Því miður get ég ekki gefið nein betri svör eins og er. Þrátt fyrir allt er manni illa við að fara frá fjölskyldunni á þessari stundu þó svo að konan hafi nánast sagt mér að fara bara," segir hann og hlær. „Þetta er því bara ákvörðun sem ég þarf að taka og verður hún ekki auðveld." En þó svo að Snorri Steinn kæmi ekki heim í dag er þó enn möguleiki á því að hann spili með liðinu í Serbíu. „Ef ég kem ekki heim á morgun verðum ég og Guðmundur þjálfari að taka ákvörðun saman um framhaldið." Landsliðið tók sér frí frá æfingum í gær en æfir í dag og á morgun auk þess að spila leikinn við Finna á föstudaginn. Hópurinn heldur svo utan á laugardagsmorgun.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Sjá meira