Hótel í Vatnsmýrina Sif Sigmarsdóttir skrifar 19. júlí 2012 06:00 Flestir voru uppteknir við hátíðahöld vegna kínverska nýársins. Enginn tók eftir því þegar útsendarar kínversks verktakafyrirtækis laumuðust í leyfisleysi inn í einn merkilegasta forna húsagarð Pekingborgar í upphafi árs og rifu hljóðlega niður gamlar byggingarnar sem umluktu hann. Peking var eitt sinn fræg fyrir húsagarða sína. Undanfarin ár hafa þeir hins vegar flestir vikið fyrir blokkum og háhýsum. Margir gráta nú þennan óafturkræfa skaða. Með auknum fólksfjölda og meiri kröfum um þægindi híbýla taka götumyndir borga stöðugum breytingum. Mikið hefur farið fyrir umræðu um hótelbyggingu sem á að rísa við Austurvöll og Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur. Í fyrstu bar mest á áhyggjum tónlistaráhugafólks yfir að hljómleikasalnum Nasa yrði lokað þegar gamla Sjálfstæðishúsið yrði rifið. Borgin sagðist ekkert geta gert í málinu. Húsið væri í einkaeigu. Borgin ætti ekki peninga til að kaupa hvern þann kofa sem hýsti starfsemi sem einhver hefði gaman af. Ég gleypti við þessum rökum. Gott mál. Það þarf að spara. Það hlýtur að vera hægt að flytja tónlist einhvers staðar annars staðar. En svo sá ég hótelteikningarnar. Hætt hefur verið við að rífa Sjálfstæðishúsið og er það mildi. Hvernig einhverjum getur hins vegar þótt í lagi að steinsteypuklumpur fái að gnæfa yfir Austurvelli, einum helsta samkomustað borgarbúa á góðviðrisdögum, og þrengja að sjálfu Alþingishúsinu er óskiljanlegt. Auðvitað viljum við að túristar eigi kost á sómasamlegri gistiaðstöðu í borginni. Þeir sem fara í frí til Skotlands gera hins vegar ekki kröfu um að fá að dvelja í glerhöll í miðjum Edinborgarkastala. Ef því litla sem eftir er af „gammeldags" götumynd Reykjavíkur er rutt burt – lágreistu timburhúsunum og krúttlega bárujárninu – er ekkert eftir fyrir túristana að skoða. Það leggur enginn land undir fót til að skoða flotta hótelsamstæðu. Farið er með gömlu, fallegu byggingarnar í Reykjavík eins og hornrekur. Þær eru hrukkóttu, tannlausu kerlingarnar í partíinu sem þykja aðeins til lýta þar sem þær húka og segja sögur af liðnum tímum sem enginn nennir að hlusta á. En það eru ekki þær sem eru lýti, heldur eru það nýbyggingarnar, „skinkurnar", appelsínugular af gervibrúnku, nýkomnar úr brjóstastækkun. Nær væri að færa húsin sem rykfalla á Árbæjarsafni aftur niður í miðbæ en að leyfa gömlu Reykjavík að breytast í stálgreypta kristalsborg. Svo mætti einfaldlega fjarlægja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og byggja þar heilt þorp hótela. Björgum miðbæ Reykjavíkur áður en það verður um seinan. Mótmælum hótelbyggingu á slóðinni www.ekkihotel.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Flestir voru uppteknir við hátíðahöld vegna kínverska nýársins. Enginn tók eftir því þegar útsendarar kínversks verktakafyrirtækis laumuðust í leyfisleysi inn í einn merkilegasta forna húsagarð Pekingborgar í upphafi árs og rifu hljóðlega niður gamlar byggingarnar sem umluktu hann. Peking var eitt sinn fræg fyrir húsagarða sína. Undanfarin ár hafa þeir hins vegar flestir vikið fyrir blokkum og háhýsum. Margir gráta nú þennan óafturkræfa skaða. Með auknum fólksfjölda og meiri kröfum um þægindi híbýla taka götumyndir borga stöðugum breytingum. Mikið hefur farið fyrir umræðu um hótelbyggingu sem á að rísa við Austurvöll og Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur. Í fyrstu bar mest á áhyggjum tónlistaráhugafólks yfir að hljómleikasalnum Nasa yrði lokað þegar gamla Sjálfstæðishúsið yrði rifið. Borgin sagðist ekkert geta gert í málinu. Húsið væri í einkaeigu. Borgin ætti ekki peninga til að kaupa hvern þann kofa sem hýsti starfsemi sem einhver hefði gaman af. Ég gleypti við þessum rökum. Gott mál. Það þarf að spara. Það hlýtur að vera hægt að flytja tónlist einhvers staðar annars staðar. En svo sá ég hótelteikningarnar. Hætt hefur verið við að rífa Sjálfstæðishúsið og er það mildi. Hvernig einhverjum getur hins vegar þótt í lagi að steinsteypuklumpur fái að gnæfa yfir Austurvelli, einum helsta samkomustað borgarbúa á góðviðrisdögum, og þrengja að sjálfu Alþingishúsinu er óskiljanlegt. Auðvitað viljum við að túristar eigi kost á sómasamlegri gistiaðstöðu í borginni. Þeir sem fara í frí til Skotlands gera hins vegar ekki kröfu um að fá að dvelja í glerhöll í miðjum Edinborgarkastala. Ef því litla sem eftir er af „gammeldags" götumynd Reykjavíkur er rutt burt – lágreistu timburhúsunum og krúttlega bárujárninu – er ekkert eftir fyrir túristana að skoða. Það leggur enginn land undir fót til að skoða flotta hótelsamstæðu. Farið er með gömlu, fallegu byggingarnar í Reykjavík eins og hornrekur. Þær eru hrukkóttu, tannlausu kerlingarnar í partíinu sem þykja aðeins til lýta þar sem þær húka og segja sögur af liðnum tímum sem enginn nennir að hlusta á. En það eru ekki þær sem eru lýti, heldur eru það nýbyggingarnar, „skinkurnar", appelsínugular af gervibrúnku, nýkomnar úr brjóstastækkun. Nær væri að færa húsin sem rykfalla á Árbæjarsafni aftur niður í miðbæ en að leyfa gömlu Reykjavík að breytast í stálgreypta kristalsborg. Svo mætti einfaldlega fjarlægja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og byggja þar heilt þorp hótela. Björgum miðbæ Reykjavíkur áður en það verður um seinan. Mótmælum hótelbyggingu á slóðinni www.ekkihotel.is.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun