Óskar Bjarni: Rétti tíminn til að fara Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 30. mars 2012 21:28 Óskar Bjarni. Fréttablaðið/Arnþór Óskar Bjarni Óskarsson segist ekki kveðja Val alveg sáttur, en liðið tapaði fyrir Akureyri í kvöld og komst ekki í úrslitakeppnina í N1-deildinni. Hann tekur við liði Viborg í sumar. "Þetta var leikur sóknanna í fyrri hálfleik en varnanna í þeim seinni. Stefán kemur í markið hjá þeim og vinnur leikinn bara. Hann ver þegar við vorum í kjörstöðum til að skora og það skildi liðin að." "Við vorum slakir fyrstu 12-13 mínúturnar í sókninni en þetta lagaðist. Strákarnir voru að mörgu leiti góðir í kvöld. Strákarnir spiluðu með hjartanu og gerðu sitt besta og það er ekki hægt að biðja um mikið meira," sagði Óskar. En var þetta ekki erfið vika, að peppa liðið upp í leik sem skiptir liðið engu máli, fyrir utan stoltið? "Jú ég viðurkenni það. Þetta var erfið vika fyrir mig og strákana. Ég vissi ekki alveg við hverju ég átti að búast. Auðvitað var áfall að komast ekki í úrslitakeppnina og að eiga ekki einu sinni möguleika fyrir síðustu umferðina en þetta er ekki slakasti vetur minn sem þjálfari og án þess að vera með neinar afsakanir þá var bara mjög erfitt að komast í undanúrslitin." "Þetta hefur að möru leiti verið skemmtilegur vetur en við höfðum kannski ekki næga breidd. Kannski bjó ég bara ekki til nægilega mikla breidd. Ég er svekktur að vinna ekki en þetta er rétti tíminn til að fara," sagði Óskar sem heldur út til Danmerkur í sumar. "Ég er búinn að þjálfa suma hérna, eins og Anton og Orra, frá því í sjötta flokki. Það er því fínt fyrir mig að hvíla mig á Val og fínt fyrir Val að hvíla sig á Óskari Bjarna." "Ég mun sakna sjötta flokki karla mjög mikið samt sem áður! En ég tek bara við Val aftur, þetta er minn klúbbur, og þá tek ég strákana sem eru í sjötta flokki núna í meistaraflokknum," sagði Óskar kíminn. "En ég er mjög spenntur að fara út. Viborg er frábær klúbbur og mín hugmyndafræði passar vel þarna inn. Þeir byggja mikið á yngri flokknum og hugsa til framtíðar." En ætlar Óskar að lokka Valsara til Danmerkur? "Jájá, ég tek þrjá til fjóra Valsara með mér," sagði hann og hló við. "Neinei, það er búið að klára flest leikmannamál. Við erum að skoða þrjár stöður og það koma Íslendingar til greina í þær eins og aðrir, en ég vil helst að næsti þjálfari Vals hafi alla þessa snillinga og komi þeim í úrslitakeppnina að ári," sagði Óskar Bjarni. Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson segist ekki kveðja Val alveg sáttur, en liðið tapaði fyrir Akureyri í kvöld og komst ekki í úrslitakeppnina í N1-deildinni. Hann tekur við liði Viborg í sumar. "Þetta var leikur sóknanna í fyrri hálfleik en varnanna í þeim seinni. Stefán kemur í markið hjá þeim og vinnur leikinn bara. Hann ver þegar við vorum í kjörstöðum til að skora og það skildi liðin að." "Við vorum slakir fyrstu 12-13 mínúturnar í sókninni en þetta lagaðist. Strákarnir voru að mörgu leiti góðir í kvöld. Strákarnir spiluðu með hjartanu og gerðu sitt besta og það er ekki hægt að biðja um mikið meira," sagði Óskar. En var þetta ekki erfið vika, að peppa liðið upp í leik sem skiptir liðið engu máli, fyrir utan stoltið? "Jú ég viðurkenni það. Þetta var erfið vika fyrir mig og strákana. Ég vissi ekki alveg við hverju ég átti að búast. Auðvitað var áfall að komast ekki í úrslitakeppnina og að eiga ekki einu sinni möguleika fyrir síðustu umferðina en þetta er ekki slakasti vetur minn sem þjálfari og án þess að vera með neinar afsakanir þá var bara mjög erfitt að komast í undanúrslitin." "Þetta hefur að möru leiti verið skemmtilegur vetur en við höfðum kannski ekki næga breidd. Kannski bjó ég bara ekki til nægilega mikla breidd. Ég er svekktur að vinna ekki en þetta er rétti tíminn til að fara," sagði Óskar sem heldur út til Danmerkur í sumar. "Ég er búinn að þjálfa suma hérna, eins og Anton og Orra, frá því í sjötta flokki. Það er því fínt fyrir mig að hvíla mig á Val og fínt fyrir Val að hvíla sig á Óskari Bjarna." "Ég mun sakna sjötta flokki karla mjög mikið samt sem áður! En ég tek bara við Val aftur, þetta er minn klúbbur, og þá tek ég strákana sem eru í sjötta flokki núna í meistaraflokknum," sagði Óskar kíminn. "En ég er mjög spenntur að fara út. Viborg er frábær klúbbur og mín hugmyndafræði passar vel þarna inn. Þeir byggja mikið á yngri flokknum og hugsa til framtíðar." En ætlar Óskar að lokka Valsara til Danmerkur? "Jájá, ég tek þrjá til fjóra Valsara með mér," sagði hann og hló við. "Neinei, það er búið að klára flest leikmannamál. Við erum að skoða þrjár stöður og það koma Íslendingar til greina í þær eins og aðrir, en ég vil helst að næsti þjálfari Vals hafi alla þessa snillinga og komi þeim í úrslitakeppnina að ári," sagði Óskar Bjarni.
Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Sjá meira