Óskar Bjarni: Rétti tíminn til að fara Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 30. mars 2012 21:28 Óskar Bjarni. Fréttablaðið/Arnþór Óskar Bjarni Óskarsson segist ekki kveðja Val alveg sáttur, en liðið tapaði fyrir Akureyri í kvöld og komst ekki í úrslitakeppnina í N1-deildinni. Hann tekur við liði Viborg í sumar. "Þetta var leikur sóknanna í fyrri hálfleik en varnanna í þeim seinni. Stefán kemur í markið hjá þeim og vinnur leikinn bara. Hann ver þegar við vorum í kjörstöðum til að skora og það skildi liðin að." "Við vorum slakir fyrstu 12-13 mínúturnar í sókninni en þetta lagaðist. Strákarnir voru að mörgu leiti góðir í kvöld. Strákarnir spiluðu með hjartanu og gerðu sitt besta og það er ekki hægt að biðja um mikið meira," sagði Óskar. En var þetta ekki erfið vika, að peppa liðið upp í leik sem skiptir liðið engu máli, fyrir utan stoltið? "Jú ég viðurkenni það. Þetta var erfið vika fyrir mig og strákana. Ég vissi ekki alveg við hverju ég átti að búast. Auðvitað var áfall að komast ekki í úrslitakeppnina og að eiga ekki einu sinni möguleika fyrir síðustu umferðina en þetta er ekki slakasti vetur minn sem þjálfari og án þess að vera með neinar afsakanir þá var bara mjög erfitt að komast í undanúrslitin." "Þetta hefur að möru leiti verið skemmtilegur vetur en við höfðum kannski ekki næga breidd. Kannski bjó ég bara ekki til nægilega mikla breidd. Ég er svekktur að vinna ekki en þetta er rétti tíminn til að fara," sagði Óskar sem heldur út til Danmerkur í sumar. "Ég er búinn að þjálfa suma hérna, eins og Anton og Orra, frá því í sjötta flokki. Það er því fínt fyrir mig að hvíla mig á Val og fínt fyrir Val að hvíla sig á Óskari Bjarna." "Ég mun sakna sjötta flokki karla mjög mikið samt sem áður! En ég tek bara við Val aftur, þetta er minn klúbbur, og þá tek ég strákana sem eru í sjötta flokki núna í meistaraflokknum," sagði Óskar kíminn. "En ég er mjög spenntur að fara út. Viborg er frábær klúbbur og mín hugmyndafræði passar vel þarna inn. Þeir byggja mikið á yngri flokknum og hugsa til framtíðar." En ætlar Óskar að lokka Valsara til Danmerkur? "Jájá, ég tek þrjá til fjóra Valsara með mér," sagði hann og hló við. "Neinei, það er búið að klára flest leikmannamál. Við erum að skoða þrjár stöður og það koma Íslendingar til greina í þær eins og aðrir, en ég vil helst að næsti þjálfari Vals hafi alla þessa snillinga og komi þeim í úrslitakeppnina að ári," sagði Óskar Bjarni. Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson segist ekki kveðja Val alveg sáttur, en liðið tapaði fyrir Akureyri í kvöld og komst ekki í úrslitakeppnina í N1-deildinni. Hann tekur við liði Viborg í sumar. "Þetta var leikur sóknanna í fyrri hálfleik en varnanna í þeim seinni. Stefán kemur í markið hjá þeim og vinnur leikinn bara. Hann ver þegar við vorum í kjörstöðum til að skora og það skildi liðin að." "Við vorum slakir fyrstu 12-13 mínúturnar í sókninni en þetta lagaðist. Strákarnir voru að mörgu leiti góðir í kvöld. Strákarnir spiluðu með hjartanu og gerðu sitt besta og það er ekki hægt að biðja um mikið meira," sagði Óskar. En var þetta ekki erfið vika, að peppa liðið upp í leik sem skiptir liðið engu máli, fyrir utan stoltið? "Jú ég viðurkenni það. Þetta var erfið vika fyrir mig og strákana. Ég vissi ekki alveg við hverju ég átti að búast. Auðvitað var áfall að komast ekki í úrslitakeppnina og að eiga ekki einu sinni möguleika fyrir síðustu umferðina en þetta er ekki slakasti vetur minn sem þjálfari og án þess að vera með neinar afsakanir þá var bara mjög erfitt að komast í undanúrslitin." "Þetta hefur að möru leiti verið skemmtilegur vetur en við höfðum kannski ekki næga breidd. Kannski bjó ég bara ekki til nægilega mikla breidd. Ég er svekktur að vinna ekki en þetta er rétti tíminn til að fara," sagði Óskar sem heldur út til Danmerkur í sumar. "Ég er búinn að þjálfa suma hérna, eins og Anton og Orra, frá því í sjötta flokki. Það er því fínt fyrir mig að hvíla mig á Val og fínt fyrir Val að hvíla sig á Óskari Bjarna." "Ég mun sakna sjötta flokki karla mjög mikið samt sem áður! En ég tek bara við Val aftur, þetta er minn klúbbur, og þá tek ég strákana sem eru í sjötta flokki núna í meistaraflokknum," sagði Óskar kíminn. "En ég er mjög spenntur að fara út. Viborg er frábær klúbbur og mín hugmyndafræði passar vel þarna inn. Þeir byggja mikið á yngri flokknum og hugsa til framtíðar." En ætlar Óskar að lokka Valsara til Danmerkur? "Jájá, ég tek þrjá til fjóra Valsara með mér," sagði hann og hló við. "Neinei, það er búið að klára flest leikmannamál. Við erum að skoða þrjár stöður og það koma Íslendingar til greina í þær eins og aðrir, en ég vil helst að næsti þjálfari Vals hafi alla þessa snillinga og komi þeim í úrslitakeppnina að ári," sagði Óskar Bjarni.
Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira