Óskar Bjarni: Rétti tíminn til að fara Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 30. mars 2012 21:28 Óskar Bjarni. Fréttablaðið/Arnþór Óskar Bjarni Óskarsson segist ekki kveðja Val alveg sáttur, en liðið tapaði fyrir Akureyri í kvöld og komst ekki í úrslitakeppnina í N1-deildinni. Hann tekur við liði Viborg í sumar. "Þetta var leikur sóknanna í fyrri hálfleik en varnanna í þeim seinni. Stefán kemur í markið hjá þeim og vinnur leikinn bara. Hann ver þegar við vorum í kjörstöðum til að skora og það skildi liðin að." "Við vorum slakir fyrstu 12-13 mínúturnar í sókninni en þetta lagaðist. Strákarnir voru að mörgu leiti góðir í kvöld. Strákarnir spiluðu með hjartanu og gerðu sitt besta og það er ekki hægt að biðja um mikið meira," sagði Óskar. En var þetta ekki erfið vika, að peppa liðið upp í leik sem skiptir liðið engu máli, fyrir utan stoltið? "Jú ég viðurkenni það. Þetta var erfið vika fyrir mig og strákana. Ég vissi ekki alveg við hverju ég átti að búast. Auðvitað var áfall að komast ekki í úrslitakeppnina og að eiga ekki einu sinni möguleika fyrir síðustu umferðina en þetta er ekki slakasti vetur minn sem þjálfari og án þess að vera með neinar afsakanir þá var bara mjög erfitt að komast í undanúrslitin." "Þetta hefur að möru leiti verið skemmtilegur vetur en við höfðum kannski ekki næga breidd. Kannski bjó ég bara ekki til nægilega mikla breidd. Ég er svekktur að vinna ekki en þetta er rétti tíminn til að fara," sagði Óskar sem heldur út til Danmerkur í sumar. "Ég er búinn að þjálfa suma hérna, eins og Anton og Orra, frá því í sjötta flokki. Það er því fínt fyrir mig að hvíla mig á Val og fínt fyrir Val að hvíla sig á Óskari Bjarna." "Ég mun sakna sjötta flokki karla mjög mikið samt sem áður! En ég tek bara við Val aftur, þetta er minn klúbbur, og þá tek ég strákana sem eru í sjötta flokki núna í meistaraflokknum," sagði Óskar kíminn. "En ég er mjög spenntur að fara út. Viborg er frábær klúbbur og mín hugmyndafræði passar vel þarna inn. Þeir byggja mikið á yngri flokknum og hugsa til framtíðar." En ætlar Óskar að lokka Valsara til Danmerkur? "Jájá, ég tek þrjá til fjóra Valsara með mér," sagði hann og hló við. "Neinei, það er búið að klára flest leikmannamál. Við erum að skoða þrjár stöður og það koma Íslendingar til greina í þær eins og aðrir, en ég vil helst að næsti þjálfari Vals hafi alla þessa snillinga og komi þeim í úrslitakeppnina að ári," sagði Óskar Bjarni. Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Fleiri fréttir Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson segist ekki kveðja Val alveg sáttur, en liðið tapaði fyrir Akureyri í kvöld og komst ekki í úrslitakeppnina í N1-deildinni. Hann tekur við liði Viborg í sumar. "Þetta var leikur sóknanna í fyrri hálfleik en varnanna í þeim seinni. Stefán kemur í markið hjá þeim og vinnur leikinn bara. Hann ver þegar við vorum í kjörstöðum til að skora og það skildi liðin að." "Við vorum slakir fyrstu 12-13 mínúturnar í sókninni en þetta lagaðist. Strákarnir voru að mörgu leiti góðir í kvöld. Strákarnir spiluðu með hjartanu og gerðu sitt besta og það er ekki hægt að biðja um mikið meira," sagði Óskar. En var þetta ekki erfið vika, að peppa liðið upp í leik sem skiptir liðið engu máli, fyrir utan stoltið? "Jú ég viðurkenni það. Þetta var erfið vika fyrir mig og strákana. Ég vissi ekki alveg við hverju ég átti að búast. Auðvitað var áfall að komast ekki í úrslitakeppnina og að eiga ekki einu sinni möguleika fyrir síðustu umferðina en þetta er ekki slakasti vetur minn sem þjálfari og án þess að vera með neinar afsakanir þá var bara mjög erfitt að komast í undanúrslitin." "Þetta hefur að möru leiti verið skemmtilegur vetur en við höfðum kannski ekki næga breidd. Kannski bjó ég bara ekki til nægilega mikla breidd. Ég er svekktur að vinna ekki en þetta er rétti tíminn til að fara," sagði Óskar sem heldur út til Danmerkur í sumar. "Ég er búinn að þjálfa suma hérna, eins og Anton og Orra, frá því í sjötta flokki. Það er því fínt fyrir mig að hvíla mig á Val og fínt fyrir Val að hvíla sig á Óskari Bjarna." "Ég mun sakna sjötta flokki karla mjög mikið samt sem áður! En ég tek bara við Val aftur, þetta er minn klúbbur, og þá tek ég strákana sem eru í sjötta flokki núna í meistaraflokknum," sagði Óskar kíminn. "En ég er mjög spenntur að fara út. Viborg er frábær klúbbur og mín hugmyndafræði passar vel þarna inn. Þeir byggja mikið á yngri flokknum og hugsa til framtíðar." En ætlar Óskar að lokka Valsara til Danmerkur? "Jájá, ég tek þrjá til fjóra Valsara með mér," sagði hann og hló við. "Neinei, það er búið að klára flest leikmannamál. Við erum að skoða þrjár stöður og það koma Íslendingar til greina í þær eins og aðrir, en ég vil helst að næsti þjálfari Vals hafi alla þessa snillinga og komi þeim í úrslitakeppnina að ári," sagði Óskar Bjarni.
Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Fleiri fréttir Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Sjá meira