Handbolti

Kári: Hefðum getað nýtt færin okkar betur

Henry Birgir Gunnarsson í Vrsac skrifar
Kári svekktur í leikslok.
Kári svekktur í leikslok. mynd/vilhelm
"Þeir vinna okkur einn á einn í sóknarleiknum allan leikinn. Zorman dregur í sig mann og opnar fyrir hina. Boltinn endar svo oft niður í vinstra horni þar sem nýtingin hjá þeim er frábær í dag," sagði línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson sem átti fína innkomu í íslenska liðið í dag en því miður dugði það ekki til.

"Ég er nú ekki titlaður sem varnarsérfræðingur í þessu liði þannig að ég ætla nú lítið að tjá mig um varnarleikinn. Á móti kemur að ef við hefðum nýtt færin okkar örlítið betur þá hefði það dugað okkur. Svona er boltinn."

Það bendir margt til þess að Ísland fari í milliriðil með núll stig. Það gerist ef Króatía vinnur Noreg en sá leikur er í gangi.

"Það verður feykilega erfitt að fara með núll stig þangað ef við förum þar inn. Það verður vægast sagt við ramman reip að draga."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×