Handbolti

Guðmundur grillar ofan í stuðningsmenn Löwen

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, og lærisveinar hans verða með grillspaðana á lofti á morgun og grilla ofan í stuðningsmenn liðsins.

Grillið er til þess að þakka stuðningsmönnum fyrir stuðninginn í vetur. Ekki hefur alveg gengið sem skildi og Löwen á ekki lengur möguleika á Meistaradeildarsæti.

"Erfitt tímabil er bráðum að baki og við vitum hverjum við þurfum fyrst og fremst að þakka. Það eru stuðningsmenn okkar," sagði Thorsten Storm, framkvæmdastjóri Löwen.

Liðið tapaði, 27-34, fyrir Flensburg í síðustu viku. Þá var Löwen yfir í hálfleik, 18-12, en leikur liðsins hrundi í síðari hálfleik. Flensburg náði 2-11 kafla og leit ekki til baka.

"Ég man ekki eftir mörgum svona lélegum hálfleikjum á heimavelli okkar," sagði Uwe Gensheimer, fyrirliði Löwen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×