Handbolti

Sænskur landsliðsmaður á sjúkrahús eftir sigurinn á Ungverjum í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fredrik Petersen hughreystir Dalibor Doder, til vinstri.
Fredrik Petersen hughreystir Dalibor Doder, til vinstri. Mynd/Nordic Photos/Getty
Dalibor Doder, byrjunarliðs-leikstjórnandi sænska landsliðsins, gat ekki klárað undanúrslitaleikinn á móti Ungverjum í gær en sænska liðinu tókst engu að síður að tryggja sér sæti úrslitaleiknum.

Doder endaði kvöldið á sjúkrahúsi þar sem hann þurfti að fara í myndatöku vegna meiðsla sinna. Doder tognaði aftan í læri og það er mikil óvissa um hvort að hann geti tekið þátt í úrslitaleiknum á móti Frökkum á morgun.

Dalibor Doder er 33 ára gamall og algjör lykilmaður í sænska landsliðinu. Hann er eins og allir leikmenn sænska liðsins að vinna sín fyrstu verðlaun á stórmóti á Ólympíuleikunum í London.

Dalibor Doder hefur skorað 23 mörk og gefið 14 stoðsendingar í fyrstu sjö leikjum sænska landsliðsins á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×