Handbolti

Anton og Hlynur dæma í Meistaradeildinni

Fremsta dómarapar landsins, Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, fór út til Sviss í dag en strákarnir dæma leik Kadetten Schaffhausen og Chambery í Meistaradeildinni á morgun.

Þetta er leikur í A-riðli keppninnar en þessi lið sitja í fjórða og fimmta sæti riðilsins en efstu fjögur sætin gefa þáttökurétt í sextán liða úrslitum keppninnar.

Þeir félagar eru nýkomnir heim af EM í Serbíu þar sem þeir stóðu sig vel í nokkrum erfiðum verkefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×