Handbolti

Snorri Steinn og Guðjón Valur spila næstu leiki með skrautlega hárgreiðslu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson
Guðjón Valur Sigurðsson Mynd/Heimasíða AG
Ekstra Bladet í Danmörku segir frá því á vefsíðu sinni í dag að íslensku landsliðsmennirnir Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson hafi tapað veðmáli innan liðsins og þurfi að spila næstu tvo leiki með AG Kaupmannahöfn með skrautlega hárgreiðslu.

Veðmálið tengdist fótboltaleik í upphitun á æfingu hjá AG Kaupmannahöfn en það gerði útslagið þegar vinstri skyttan Mads Larsen skoraði tvö mörk í einum og sama leiknum. Larsen er ekki þekktur fyrir mikil tilþrif í fótbolta.

Snorri Steinn þarf að spila næstu tvo leiki með hanakamp en Guðjón Valur mætir með litað hár. Liðið mætir Sönderjyske í dönsku deildinni og spilar svo á móti Montpellier í Meistaradeildinni um næstu helgi.

Það er hægt að sjá mynd af Snorri með fréttinni sem má finna með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×