Bíð ekki í vöggunni eftir snuddunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. febrúar 2012 07:15 Kári Kristján er óviss um hvað framtíðin beri í skauti sér. Hann er hér í miklum átökum gegn Spánverjum á EM en Kári átti margar fínar innkomur á mótinu í Serbíu.fréttablaðið/vilhelm Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlaði að vera búinn að ganga frá sínum framtíðarmálum fyrir EM í janúar. Það gekk ekki eftir og er alls óvíst hvar Kári leikur handbolta næsta vetur. „Staðan er þannig að það eru þessar klassísku þreifingar í gangi," sagði Kári Kristján sem er í viðræðum við félag sitt, Wetzlar, um nýjan samning og svo er annað þýskt úrvalsdeildarlið komið inn í myndina. „‚Ég er með skemmtilegt mál í myndinni sem kom upp í byrjun desember og ég er að vonast til þess að það fari að skýrast fljótlega hvort af því verði. Á meðan er ég ekkert að pressa sérstaklega mikið á Wetzlar. Mér finnst þetta vera mjög spennandi dæmi," sagði Kári Kristján en hann var með öllu ófáanlegur til þess að gefa upp nafn félagsins sem væri í myndinni. Viðræður Kára og Wetzlar hafa verið stál í stál síðustu mánuði og virðist nokkuð bera á milli í þeim viðræðum. „Ég skrifa ekki undir þann samning sem þeir hafa boðið mér. Ég gerði þeim gagntilboð og eins og gengur í þessum bransa er verið að þrefa um þetta mál. Þeir vilja lækka mitt gagntilboð en við því mátti svo sem búast," sagði Kári en hann vill helst af öllu fara að klára sín mál. Vildi klára sín mál í desember„Ég hefði helst af öllu viljað hafa allt klárt í desember því vitað var ef það næðist ekki myndi allt frestast fram í febrúar út af EM. Það verður eitthvað að gerast núna í mínum málum. Ég er samt ekkert að bíða í vöggunni eftir því að mér verði rétt snuddan. Ég er ekki að ganga á eftir neinu heldur. Bransinn virkar þannig að ef maður stendur sig þá á þetta að koma til manns og við sjáum hvað setur.." Kári hefur átt virkilega gott tímabil með Wetzlar í vetur og oftar en ekki verið markahæstur eða með markahæstu mönnum liðsins. Hann er þess utan orðin vítaskytta liðsins sem er nýtt hlutverk fyrir hann. „Ég hef verið mjög ánægður með minn leik og vonandi heldur það áfram. Ég hef verið heitur á vítalínunni í síðustu leikjum og skoraði úr öllum fjórum vítunum í síðasta leik fyrir EM. Ekki enn klikkað á punktinum og gaman að því." Wetzlar er nýbúið að semja við hinn 37 ára gamla línumann, Andrej Klimovets. Tengist það eitthvað því að Kára gangi illa að semja við félagið? „Hann fékk samning út tímabilið og er aðallega hugsaður sem varnarmaður en svo getur vel verið að hann spili líka einhverja sókn. Hinn línumaðurinn hefur verið meiddur og þeir vildu auka breiddina. Maður veit samt aldrei hvernig þetta fer. Hann er Hvít-Rússi að upplagi og þjálfarinn er Hvít-Rússi. Hann hefur líka átt flottan feril en það segir samt sína sögu að hann fékk ekki samning fyrir þetta tímabil." Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlaði að vera búinn að ganga frá sínum framtíðarmálum fyrir EM í janúar. Það gekk ekki eftir og er alls óvíst hvar Kári leikur handbolta næsta vetur. „Staðan er þannig að það eru þessar klassísku þreifingar í gangi," sagði Kári Kristján sem er í viðræðum við félag sitt, Wetzlar, um nýjan samning og svo er annað þýskt úrvalsdeildarlið komið inn í myndina. „‚Ég er með skemmtilegt mál í myndinni sem kom upp í byrjun desember og ég er að vonast til þess að það fari að skýrast fljótlega hvort af því verði. Á meðan er ég ekkert að pressa sérstaklega mikið á Wetzlar. Mér finnst þetta vera mjög spennandi dæmi," sagði Kári Kristján en hann var með öllu ófáanlegur til þess að gefa upp nafn félagsins sem væri í myndinni. Viðræður Kára og Wetzlar hafa verið stál í stál síðustu mánuði og virðist nokkuð bera á milli í þeim viðræðum. „Ég skrifa ekki undir þann samning sem þeir hafa boðið mér. Ég gerði þeim gagntilboð og eins og gengur í þessum bransa er verið að þrefa um þetta mál. Þeir vilja lækka mitt gagntilboð en við því mátti svo sem búast," sagði Kári en hann vill helst af öllu fara að klára sín mál. Vildi klára sín mál í desember„Ég hefði helst af öllu viljað hafa allt klárt í desember því vitað var ef það næðist ekki myndi allt frestast fram í febrúar út af EM. Það verður eitthvað að gerast núna í mínum málum. Ég er samt ekkert að bíða í vöggunni eftir því að mér verði rétt snuddan. Ég er ekki að ganga á eftir neinu heldur. Bransinn virkar þannig að ef maður stendur sig þá á þetta að koma til manns og við sjáum hvað setur.." Kári hefur átt virkilega gott tímabil með Wetzlar í vetur og oftar en ekki verið markahæstur eða með markahæstu mönnum liðsins. Hann er þess utan orðin vítaskytta liðsins sem er nýtt hlutverk fyrir hann. „Ég hef verið mjög ánægður með minn leik og vonandi heldur það áfram. Ég hef verið heitur á vítalínunni í síðustu leikjum og skoraði úr öllum fjórum vítunum í síðasta leik fyrir EM. Ekki enn klikkað á punktinum og gaman að því." Wetzlar er nýbúið að semja við hinn 37 ára gamla línumann, Andrej Klimovets. Tengist það eitthvað því að Kára gangi illa að semja við félagið? „Hann fékk samning út tímabilið og er aðallega hugsaður sem varnarmaður en svo getur vel verið að hann spili líka einhverja sókn. Hinn línumaðurinn hefur verið meiddur og þeir vildu auka breiddina. Maður veit samt aldrei hvernig þetta fer. Hann er Hvít-Rússi að upplagi og þjálfarinn er Hvít-Rússi. Hann hefur líka átt flottan feril en það segir samt sína sögu að hann fékk ekki samning fyrir þetta tímabil."
Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Sjá meira