Handbolti

Auðvelt hjá Kiel í Meistaradeildinni

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans fögnuðu í kvöld.
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans fögnuðu í kvöld.
Íslendingaliðið Kiel er komið með þriggja stiga forskot í D-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir tíu marka sigur, 34-24, á Pick Szeged í kvöld.

Kiel lenti aldrei í neinum vandræðum með ungverska liðið en sex marka munur var á liðunum í leikhléi, 18-12.

Kiel er komið með þrettán stig í riðlinum en AG er með 10 en hefur leikið einum leik færra. Ademar Leon er með 9 og Montpellier 8.

Aron Pálmarsson lék ekki með Kiel í kvöld en hann hefur verið að jafna sig af veikindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×