Snorri Steinn: Mætum óhræddir til leiks Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. maí 2012 08:00 Snorri er einn fjögurra Íslendinga hjá AG en allir gegna þeir mikilvægum hlutverkum í liðinu.mynd/ole nielsen Úrslitin í Meistaradeild Evrópu í handbolta ráðast um helgina. Þá fara fram undanúrslit og úrslit en Íslendingar eru í þremur af fjórum liðunum. Dönsku meistararnir í AG stefna á að fara alla leið fyrsta árið sitt í Meistaradeildinni. Sex íslenskir landsliðsmenn í handbolta og tveir þjálfarar verða í eldlínunni með liðum sínum þegar úrslitin í Meistaradeild Evrópu ráðast um helgina. Þá fer fram hið svokallaða „Final Four" þar sem undanúrslitin verða leikin á laugardaginn og úrslitin á sunnudag. Leikið verður í hinni glæsilegu Lanxess-höll í miðborg Kölnar í Þýskalandi. Þýsku liðin Kiel og Füchse Berlin eigast við í öðrum undanúrslitaleiknum en þar munu mætast þjálfararnir Alfreð Gíslason og Dagur Sigurðsson, sem og landsliðsmennirnir Aron Pálmarsson (Kiel) og Alexander Petersson (Füchse Berlin). Í hinni viðureigninni í undanúrslitum mætast dönsku meistararnir í AG og Atletico Madrid frá Spáni – sem hét áður Ciudad Real og er eitt allra sigursælasta handboltafélag Evrópu síðustu ára. Með AG leika sem kunnugt er fjórir Íslendingar; Arnór Atlason, Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson. Sá síðastnefndi sagði mikla tilhlökkun ríkja í herbúðum AG fyrir átök helgarinnar. „Að þessu höfum við stefnt í allan vetur," sagði Snorri Steinn þegar Fréttablaðið tók hann tali í gær. „Við ýttum þessu til hliðar á meðan undanúrslitin í deildinni hér heima fóru fram en okkur tókst að komast í úrslitaleikinn og höfum síðan þá einbeitt okkur að leiknum gegn Atletico." Þó svo að Meistaradeildin sé stærsta félagsliðakeppni heims segir Snorri að leikmönnum AG hafi tekist að einbeita sér ávallt að næsta leik. Árangurinn talar sínu máli – liðið orðið bikarmeistari og stefnir í að liðið vinni tvöfalt í Danmörku annað árið í röð. Gengi liðsins í Meistaradeildinni hefur verið glæsilegt. Liðið lenti í öðru sæti, einu stigi á eftir Kiel, í sterkum riðli og fékk fyrir vikið auðveldari andstæðing í 16-liða úrslitunum. Sænska liðið Sävehof reyndist ekki mikil fyrirstaða þar. En Evrópumeistarar Barcelona biðu í fjórðungsúrslitum. AG gerði sér þó lítið fyrir og vann samanlagðan þriggja marka sigur. Íslendingarnir áttu risavaxinn þátt í því og skoruðu til að mynda 22 af 33 mörkum liðsins í síðari leik liðanna. Þessi góði árangur kom Snorra ekki á óvart. „Við fundum það fljótt í riðlakeppninni að við áttum erindi í þessi lið. Jesper [Nielsen, eigandi AG] sá um að tilkynna umheiminum að það væri yfirlýst markmið liðsins að komast í Final Four og var það ekki gert í neinu gríni," sagði hann í léttum dúr. Snorri á vitanlega von á erfiðum leik gegn Atletico Madrid. „Þetta hefur verið besta liðið í heiminum undanfarin ár og auðvitað þarf allt að ganga upp hjá okkur. Atletico hefur þó gengið í gegnum breytingar síðustu ár og mér finnst þeir ekki jafn góðir og áður. Ég tel helmingslíkur á sigri okkar." Snorri segir að sínir menn mæti óhræddir til leiks á laugardaginn. „Við höfum sýnt að þetta voru ekki bara orðin ein hjá okkur. Okkur tókst að koma okkur þetta langt en ég finn það á liðinu að við ætlum okkur meira. Við erum ekki hættir." Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Úrslitin í Meistaradeild Evrópu í handbolta ráðast um helgina. Þá fara fram undanúrslit og úrslit en Íslendingar eru í þremur af fjórum liðunum. Dönsku meistararnir í AG stefna á að fara alla leið fyrsta árið sitt í Meistaradeildinni. Sex íslenskir landsliðsmenn í handbolta og tveir þjálfarar verða í eldlínunni með liðum sínum þegar úrslitin í Meistaradeild Evrópu ráðast um helgina. Þá fer fram hið svokallaða „Final Four" þar sem undanúrslitin verða leikin á laugardaginn og úrslitin á sunnudag. Leikið verður í hinni glæsilegu Lanxess-höll í miðborg Kölnar í Þýskalandi. Þýsku liðin Kiel og Füchse Berlin eigast við í öðrum undanúrslitaleiknum en þar munu mætast þjálfararnir Alfreð Gíslason og Dagur Sigurðsson, sem og landsliðsmennirnir Aron Pálmarsson (Kiel) og Alexander Petersson (Füchse Berlin). Í hinni viðureigninni í undanúrslitum mætast dönsku meistararnir í AG og Atletico Madrid frá Spáni – sem hét áður Ciudad Real og er eitt allra sigursælasta handboltafélag Evrópu síðustu ára. Með AG leika sem kunnugt er fjórir Íslendingar; Arnór Atlason, Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson. Sá síðastnefndi sagði mikla tilhlökkun ríkja í herbúðum AG fyrir átök helgarinnar. „Að þessu höfum við stefnt í allan vetur," sagði Snorri Steinn þegar Fréttablaðið tók hann tali í gær. „Við ýttum þessu til hliðar á meðan undanúrslitin í deildinni hér heima fóru fram en okkur tókst að komast í úrslitaleikinn og höfum síðan þá einbeitt okkur að leiknum gegn Atletico." Þó svo að Meistaradeildin sé stærsta félagsliðakeppni heims segir Snorri að leikmönnum AG hafi tekist að einbeita sér ávallt að næsta leik. Árangurinn talar sínu máli – liðið orðið bikarmeistari og stefnir í að liðið vinni tvöfalt í Danmörku annað árið í röð. Gengi liðsins í Meistaradeildinni hefur verið glæsilegt. Liðið lenti í öðru sæti, einu stigi á eftir Kiel, í sterkum riðli og fékk fyrir vikið auðveldari andstæðing í 16-liða úrslitunum. Sænska liðið Sävehof reyndist ekki mikil fyrirstaða þar. En Evrópumeistarar Barcelona biðu í fjórðungsúrslitum. AG gerði sér þó lítið fyrir og vann samanlagðan þriggja marka sigur. Íslendingarnir áttu risavaxinn þátt í því og skoruðu til að mynda 22 af 33 mörkum liðsins í síðari leik liðanna. Þessi góði árangur kom Snorra ekki á óvart. „Við fundum það fljótt í riðlakeppninni að við áttum erindi í þessi lið. Jesper [Nielsen, eigandi AG] sá um að tilkynna umheiminum að það væri yfirlýst markmið liðsins að komast í Final Four og var það ekki gert í neinu gríni," sagði hann í léttum dúr. Snorri á vitanlega von á erfiðum leik gegn Atletico Madrid. „Þetta hefur verið besta liðið í heiminum undanfarin ár og auðvitað þarf allt að ganga upp hjá okkur. Atletico hefur þó gengið í gegnum breytingar síðustu ár og mér finnst þeir ekki jafn góðir og áður. Ég tel helmingslíkur á sigri okkar." Snorri segir að sínir menn mæti óhræddir til leiks á laugardaginn. „Við höfum sýnt að þetta voru ekki bara orðin ein hjá okkur. Okkur tókst að koma okkur þetta langt en ég finn það á liðinu að við ætlum okkur meira. Við erum ekki hættir."
Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn