Verður afar erfið ákvörðun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2012 08:00 Snorri Steinn hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár. Fréttablaðið/Valli Handbolti Í gær var gengið frá bókun á flugmiða fyrir Snorra Stein Guðjónsson frá Kaupmannahöfn til Íslands en óvíst er hvort hann verði um borð í flugvélinni. Landslið Íslands er nú að undirbúa sig fyrir Evrópumeistaramótið sem hefst í Serbíu á sunnudaginn. Ísland á fyrsta leik á mánudagskvöldið. Snorri Steinn hefur ekkert tekið þátt í undirbúningi landsliðsins þar sem hann hefur verið heima í Kaupmannahöfn með fjölskyldu sinni. Ástæðan er sú að kona hans, Marín Sörens Madsen, átti von á sér en þau eignuðust dóttur nú um helgina. „Það er ekki hundrað prósent að ég komi heim á morgun [í dag]," sagði Snorri Steinn í viðtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. „Ég er með flugmiða en hef ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort að ég komi." Honum er illa við að fara frá fjölskyldu sinni svo stuttu eftir fæðingu barnsins og ætlar að taka ákvörðun um framhaldið í samvinnu við Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara. „Út frá handboltanum væri auðvitað best að koma heim á morgun og ná síðustu æfingum fyrir mótið," bætir hann við en Ísland mætir Finnlandi í æfingalandsleik í Laugardalshöllinni á föstudagskvöldið. Liðið spilað á æfingamóti á Jótlandi í Danmörku um helgina en Snorri Steinn spilaði vitanlega ekkert með liðinu þá. „Undirbúningurinn er að mestu leyti farinn í vaskinn hjá mér hvort eð er. Guðmundur verður að eiga lokaorðið um hvort að ég eigi að hoppa beint út í keppnina í Serbíu. Þetta er auðvitað engin óskastaða fyrir hann," segir Snorri. „Auðvitað vill maður alltaf vera með og það kitlar mikið að fá að taka þátt í stórmóti," segir Snorri. „Ég hef verið að fylgjast með umræðunni heima í gegnum netið og það er alltaf mikil og góð stemning í kringum stórmót í handbolta." En hann segir að það verði að vera á réttum forsendum. „Því miður get ég ekki gefið nein betri svör eins og er. Þrátt fyrir allt er manni illa við að fara frá fjölskyldunni á þessari stundu þó svo að konan hafi nánast sagt mér að fara bara," segir hann og hlær. „Þetta er því bara ákvörðun sem ég þarf að taka og verður hún ekki auðveld." En þó svo að Snorri Steinn kæmi ekki heim í dag er þó enn möguleiki á því að hann spili með liðinu í Serbíu. „Ef ég kem ekki heim á morgun verðum ég og Guðmundur þjálfari að taka ákvörðun saman um framhaldið." Landsliðið tók sér frí frá æfingum í gær en æfir í dag og á morgun auk þess að spila leikinn við Finna á föstudaginn. Hópurinn heldur svo utan á laugardagsmorgun. Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira
Handbolti Í gær var gengið frá bókun á flugmiða fyrir Snorra Stein Guðjónsson frá Kaupmannahöfn til Íslands en óvíst er hvort hann verði um borð í flugvélinni. Landslið Íslands er nú að undirbúa sig fyrir Evrópumeistaramótið sem hefst í Serbíu á sunnudaginn. Ísland á fyrsta leik á mánudagskvöldið. Snorri Steinn hefur ekkert tekið þátt í undirbúningi landsliðsins þar sem hann hefur verið heima í Kaupmannahöfn með fjölskyldu sinni. Ástæðan er sú að kona hans, Marín Sörens Madsen, átti von á sér en þau eignuðust dóttur nú um helgina. „Það er ekki hundrað prósent að ég komi heim á morgun [í dag]," sagði Snorri Steinn í viðtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. „Ég er með flugmiða en hef ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort að ég komi." Honum er illa við að fara frá fjölskyldu sinni svo stuttu eftir fæðingu barnsins og ætlar að taka ákvörðun um framhaldið í samvinnu við Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara. „Út frá handboltanum væri auðvitað best að koma heim á morgun og ná síðustu æfingum fyrir mótið," bætir hann við en Ísland mætir Finnlandi í æfingalandsleik í Laugardalshöllinni á föstudagskvöldið. Liðið spilað á æfingamóti á Jótlandi í Danmörku um helgina en Snorri Steinn spilaði vitanlega ekkert með liðinu þá. „Undirbúningurinn er að mestu leyti farinn í vaskinn hjá mér hvort eð er. Guðmundur verður að eiga lokaorðið um hvort að ég eigi að hoppa beint út í keppnina í Serbíu. Þetta er auðvitað engin óskastaða fyrir hann," segir Snorri. „Auðvitað vill maður alltaf vera með og það kitlar mikið að fá að taka þátt í stórmóti," segir Snorri. „Ég hef verið að fylgjast með umræðunni heima í gegnum netið og það er alltaf mikil og góð stemning í kringum stórmót í handbolta." En hann segir að það verði að vera á réttum forsendum. „Því miður get ég ekki gefið nein betri svör eins og er. Þrátt fyrir allt er manni illa við að fara frá fjölskyldunni á þessari stundu þó svo að konan hafi nánast sagt mér að fara bara," segir hann og hlær. „Þetta er því bara ákvörðun sem ég þarf að taka og verður hún ekki auðveld." En þó svo að Snorri Steinn kæmi ekki heim í dag er þó enn möguleiki á því að hann spili með liðinu í Serbíu. „Ef ég kem ekki heim á morgun verðum ég og Guðmundur þjálfari að taka ákvörðun saman um framhaldið." Landsliðið tók sér frí frá æfingum í gær en æfir í dag og á morgun auk þess að spila leikinn við Finna á föstudaginn. Hópurinn heldur svo utan á laugardagsmorgun.
Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira