Handbolti

Svíar líka með sitt Snorra-mál

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dalibor Doder
Dalibor Doder Mynd/Nordic Photos/Getty
Sænsku landsliðsþjálfararnir hafa verið að glíma við sama vandamál og Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins. Aðalleikstjórnendur beggja þjóða hafa ekki geta tekið þátt í undirbúningnum fyrir EM í Serbíu þar sem að konur þeirra voru að eignast barn.

Það er ekki enn ljóst hvort Snorri Steinn Guðjónsson verði með íslenska liðinu en Svíarnir hafa ákveðið að Dalibor Doder verði með sænska liðinu á EM en hann hefur ekkert verið með sænska liðinu að undanförnu.

„Doder hefur ekki verið með okkur í leikjunum á móti Rússum en við höfum heldur ekki beðið hann um það. Við höfum tvo mjög ólíka leikstjórnendur í Jonas Larholm og Doder," sagði Staffan Olsson aðspurður út í Doder.

Dalibor Doder er 32 ára gamall og spilar með GWD Minden í Þýskalandi. Hann lék áður á Spáni með CB Ademar León. Doder lék sinn fyrsta landsleik árið 1998 og fyrsta stórmótið hans var EM 2008. Hann hefur skorað 370 mörk í 122 leikjum fyrir Svía.

Svíar fljúga til Serbíu á morgun en þeir leika sinn fyrsta leik á móti Makedóníu á sunnudaginn. Svíar eru einnig í riðli með Tékklandi og Þýskalandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×