Handbolti

Kiel vann þýska ofurbikarinn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Aron lék vel fyrir Kiel í kvöld.
Aron lék vel fyrir Kiel í kvöld. MYND/NORDIC PHOTOS/BONGARTS
Kiel sigraði Flensburg-Handewitt í þýska ofurbikarnum í handbolta í kvöld 29-26. Staðan var jöfn í hálfleik 14-14 en Kiel reyndist sterkara er leið á seinni hálfleikinn og tryggði sér sigur að lokum í spennandi leik.

Guðjón Valur Sigurðsson lék seinni hálfleikinn hjá Kiel og skoraði 2 mörk, Aron Pálmarsson kom þó nokkuð við sögu og skoraði þrjú mörk en Marko Vujin sem gekk til liðs við Kiel í sumar var markahæstur með 9 mörk. Tékkneska stórskyttan Filip Jicha skoraði 6 mörk fyrir Kiel en lærisveinar Alfreðs Gíslasonar virðst til alls líklegir nú þegar þýska deildin fer að hefjast.

Anders Eggert og Holger Glandord skoruðu mest fyrir Flensburg eða 6 mörk hvor. Flensburg er með öflugt lið sem ætlar sér stóra hluti í vetur og miðað við leikinn í kvöld þá er liðið til alls líklegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×