Pólverjar unnu Dani - Danir stigalausir inn í milliriðilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2012 18:54 Mynd/AFP Pólverjar unnu eins marka sigur á Dönum, 27-26, í lokaleik þjóðanna í A-riðli á EM í handbolta í Serbíu í dag en það má segja að þarna hafi verið á ferðinni fyrsti leikur liðanna í milliriðli. Bæði lið voru komin áfram og stigin úr leiknum fylgja þeim því inn í milliriðilinn. Danir fóru illa að ráði sínu í þessum leik því þeir náðu mest fimm marka forskoti í seinni hálfleiknum og á lokakafla leiksins klúðruðu þeir góðri stöðu. Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson dæmdu leikinn og komust vel frá erfiðum leik. Danir voru ekki alltof sáttir í leikslok en þeir spiluðu mjög óskynsamlega á lokakaflanum og geta sjálfum sér um kennt. Grzegorz Tkaczyk skoraði 7 mörk fyrir Pólverja og Michal Jurecki var með 6 mörk. Besti maður liðsins var þó markvörðurinn Marcin Wichary sem varði alls 17 skot og 50 prósent skota sem á hann komu. Thomas Mogensen skoraði mest fyrir Dani eða fjögur mörk. Danir skoruðu tvö fyrstu mörkin í leiknum en Pólverjar jöfnuðu strax og síðan var jafnt á næstu tölum þar til að Danir skoruðu fimm mörk í röð og komust í 11-7. Danir voru með gott forskot í framhaldi af þessum flotta kafla og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14-10. Niklas Landin varði 9 skot í fyrri hálfleiknum. Pólverjar skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í tvö mörk, 14-12 en Danir voru fljótir að komast fimm mörkum yfir, 17-12. Pólska liðið var þó ekkert á því að gefast upp. Pólverjar náðu frábærum kafla um miðjan seinni hálfleikinn og breyttu þá stöðunni úr 14-19 í 21-21 á aðeins tíu mínútum. Lars Christiansen lét Marcin Wichary verja frá sér tvö víti á þessum kafla. Danir voru áfram með frumkvæðið og náðu aftur tveggja marka forskoti en Pólverjar voru ekkert á því að gefa sig og lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Danir komust einu marki yfir í 25-24 og voru síðan með boltann einum manni fleiri. Pólverjar náðu þá tveimur hraðaupphlaupsmörkum í röð, manni færri, og komust yfir í 26-25. Danir létu Marcin Wichary síðan verja frá sér einu sinni enn og Michal Jurecki nánast innsiglaði sigur Pólverja með því að koma þeim í 27-25. Hans Lindberg minnkaði muninn í leikslok en það var ekki nóg og Pólverjar fögnuðu mikilvægum sigri.Úrslit og staðan í öllum riðlum. Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ Sjá meira
Pólverjar unnu eins marka sigur á Dönum, 27-26, í lokaleik þjóðanna í A-riðli á EM í handbolta í Serbíu í dag en það má segja að þarna hafi verið á ferðinni fyrsti leikur liðanna í milliriðli. Bæði lið voru komin áfram og stigin úr leiknum fylgja þeim því inn í milliriðilinn. Danir fóru illa að ráði sínu í þessum leik því þeir náðu mest fimm marka forskoti í seinni hálfleiknum og á lokakafla leiksins klúðruðu þeir góðri stöðu. Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson dæmdu leikinn og komust vel frá erfiðum leik. Danir voru ekki alltof sáttir í leikslok en þeir spiluðu mjög óskynsamlega á lokakaflanum og geta sjálfum sér um kennt. Grzegorz Tkaczyk skoraði 7 mörk fyrir Pólverja og Michal Jurecki var með 6 mörk. Besti maður liðsins var þó markvörðurinn Marcin Wichary sem varði alls 17 skot og 50 prósent skota sem á hann komu. Thomas Mogensen skoraði mest fyrir Dani eða fjögur mörk. Danir skoruðu tvö fyrstu mörkin í leiknum en Pólverjar jöfnuðu strax og síðan var jafnt á næstu tölum þar til að Danir skoruðu fimm mörk í röð og komust í 11-7. Danir voru með gott forskot í framhaldi af þessum flotta kafla og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14-10. Niklas Landin varði 9 skot í fyrri hálfleiknum. Pólverjar skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í tvö mörk, 14-12 en Danir voru fljótir að komast fimm mörkum yfir, 17-12. Pólska liðið var þó ekkert á því að gefast upp. Pólverjar náðu frábærum kafla um miðjan seinni hálfleikinn og breyttu þá stöðunni úr 14-19 í 21-21 á aðeins tíu mínútum. Lars Christiansen lét Marcin Wichary verja frá sér tvö víti á þessum kafla. Danir voru áfram með frumkvæðið og náðu aftur tveggja marka forskoti en Pólverjar voru ekkert á því að gefa sig og lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Danir komust einu marki yfir í 25-24 og voru síðan með boltann einum manni fleiri. Pólverjar náðu þá tveimur hraðaupphlaupsmörkum í röð, manni færri, og komust yfir í 26-25. Danir létu Marcin Wichary síðan verja frá sér einu sinni enn og Michal Jurecki nánast innsiglaði sigur Pólverja með því að koma þeim í 27-25. Hans Lindberg minnkaði muninn í leikslok en það var ekki nóg og Pólverjar fögnuðu mikilvægum sigri.Úrslit og staðan í öllum riðlum.
Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ Sjá meira