Pólverjar unnu Dani - Danir stigalausir inn í milliriðilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2012 18:54 Mynd/AFP Pólverjar unnu eins marka sigur á Dönum, 27-26, í lokaleik þjóðanna í A-riðli á EM í handbolta í Serbíu í dag en það má segja að þarna hafi verið á ferðinni fyrsti leikur liðanna í milliriðli. Bæði lið voru komin áfram og stigin úr leiknum fylgja þeim því inn í milliriðilinn. Danir fóru illa að ráði sínu í þessum leik því þeir náðu mest fimm marka forskoti í seinni hálfleiknum og á lokakafla leiksins klúðruðu þeir góðri stöðu. Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson dæmdu leikinn og komust vel frá erfiðum leik. Danir voru ekki alltof sáttir í leikslok en þeir spiluðu mjög óskynsamlega á lokakaflanum og geta sjálfum sér um kennt. Grzegorz Tkaczyk skoraði 7 mörk fyrir Pólverja og Michal Jurecki var með 6 mörk. Besti maður liðsins var þó markvörðurinn Marcin Wichary sem varði alls 17 skot og 50 prósent skota sem á hann komu. Thomas Mogensen skoraði mest fyrir Dani eða fjögur mörk. Danir skoruðu tvö fyrstu mörkin í leiknum en Pólverjar jöfnuðu strax og síðan var jafnt á næstu tölum þar til að Danir skoruðu fimm mörk í röð og komust í 11-7. Danir voru með gott forskot í framhaldi af þessum flotta kafla og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14-10. Niklas Landin varði 9 skot í fyrri hálfleiknum. Pólverjar skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í tvö mörk, 14-12 en Danir voru fljótir að komast fimm mörkum yfir, 17-12. Pólska liðið var þó ekkert á því að gefast upp. Pólverjar náðu frábærum kafla um miðjan seinni hálfleikinn og breyttu þá stöðunni úr 14-19 í 21-21 á aðeins tíu mínútum. Lars Christiansen lét Marcin Wichary verja frá sér tvö víti á þessum kafla. Danir voru áfram með frumkvæðið og náðu aftur tveggja marka forskoti en Pólverjar voru ekkert á því að gefa sig og lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Danir komust einu marki yfir í 25-24 og voru síðan með boltann einum manni fleiri. Pólverjar náðu þá tveimur hraðaupphlaupsmörkum í röð, manni færri, og komust yfir í 26-25. Danir létu Marcin Wichary síðan verja frá sér einu sinni enn og Michal Jurecki nánast innsiglaði sigur Pólverja með því að koma þeim í 27-25. Hans Lindberg minnkaði muninn í leikslok en það var ekki nóg og Pólverjar fögnuðu mikilvægum sigri.Úrslit og staðan í öllum riðlum. Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira
Pólverjar unnu eins marka sigur á Dönum, 27-26, í lokaleik þjóðanna í A-riðli á EM í handbolta í Serbíu í dag en það má segja að þarna hafi verið á ferðinni fyrsti leikur liðanna í milliriðli. Bæði lið voru komin áfram og stigin úr leiknum fylgja þeim því inn í milliriðilinn. Danir fóru illa að ráði sínu í þessum leik því þeir náðu mest fimm marka forskoti í seinni hálfleiknum og á lokakafla leiksins klúðruðu þeir góðri stöðu. Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson dæmdu leikinn og komust vel frá erfiðum leik. Danir voru ekki alltof sáttir í leikslok en þeir spiluðu mjög óskynsamlega á lokakaflanum og geta sjálfum sér um kennt. Grzegorz Tkaczyk skoraði 7 mörk fyrir Pólverja og Michal Jurecki var með 6 mörk. Besti maður liðsins var þó markvörðurinn Marcin Wichary sem varði alls 17 skot og 50 prósent skota sem á hann komu. Thomas Mogensen skoraði mest fyrir Dani eða fjögur mörk. Danir skoruðu tvö fyrstu mörkin í leiknum en Pólverjar jöfnuðu strax og síðan var jafnt á næstu tölum þar til að Danir skoruðu fimm mörk í röð og komust í 11-7. Danir voru með gott forskot í framhaldi af þessum flotta kafla og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14-10. Niklas Landin varði 9 skot í fyrri hálfleiknum. Pólverjar skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í tvö mörk, 14-12 en Danir voru fljótir að komast fimm mörkum yfir, 17-12. Pólska liðið var þó ekkert á því að gefast upp. Pólverjar náðu frábærum kafla um miðjan seinni hálfleikinn og breyttu þá stöðunni úr 14-19 í 21-21 á aðeins tíu mínútum. Lars Christiansen lét Marcin Wichary verja frá sér tvö víti á þessum kafla. Danir voru áfram með frumkvæðið og náðu aftur tveggja marka forskoti en Pólverjar voru ekkert á því að gefa sig og lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Danir komust einu marki yfir í 25-24 og voru síðan með boltann einum manni fleiri. Pólverjar náðu þá tveimur hraðaupphlaupsmörkum í röð, manni færri, og komust yfir í 26-25. Danir létu Marcin Wichary síðan verja frá sér einu sinni enn og Michal Jurecki nánast innsiglaði sigur Pólverja með því að koma þeim í 27-25. Hans Lindberg minnkaði muninn í leikslok en það var ekki nóg og Pólverjar fögnuðu mikilvægum sigri.Úrslit og staðan í öllum riðlum.
Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira