Handbolti

Pascal Hens ósáttur við bekkjarsetu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hens er duglegur í að hverja sína menn áfram.
Hens er duglegur í að hverja sína menn áfram. Nordic Photos / Getty Images
Pascal Hens, ein stærsta stjarna þýska handboltaheimsins undanfarin ár, sat allan leikinn á bekknum þegar að félagar hans í þýska landsliðinu unnu sigur á Makedóníu á þriðjudagskvöldið.

Martin Heuberger, þjálfari þýska liðsins, ákvað frekar að nota Lars Kaufmann í leiknum og spilaði hann allar 60 mínúturnar og skoraði sex mörk.

„Ég man ekki eftir að hafa upplifað annað eins með landsliðinu," sagði Hens við þýska fjölmiðla eftir leikinn. „Þetta er auðvitað mjög pirrandi en ég gat samt glaðst yfir sigrinum."

„En ég ætla ekki að gera mál úr þessu. Ég er viss um að ég þurfi ekki aftur að sitja allar sextíu mínúturnar á bekknum," bætti hann við.

Þýskaland mætir Svíþjóð í lokaleik B-riðils í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×