Handbolti

Fannar búinn að semja við Wetzlar

Fannar í leik með Emsdetten.
Fannar í leik með Emsdetten.
Fannar Friðgeirsson er búinn að finna sér nýtt félag en hann er búinn að skrifa undir samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Wetzlar. Þar hittir Fannar fyrir línumanninn Kára Kristján Kristjánsson.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis er Fannar búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Wetzlar.

Þetta verður frumraun Fannars í þýsku úrvalsdeildinni en hann hefur verið að leika í B-deildinni með Emsdetten við fínan orðstír.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×