Halldóra Matthíasdóttir og Rúnar Jónsson fóru yfir frábæran sigur Lewis Hamilton á McLaren í Formúlu 1 kappakstrinum í Austin í Bandaríkjunum í dag.
Kappaksturinn var sá fyrsti sem fram fer vestanhafs í fimm ár. Sebastian Vettel á Red Bull hafnaði í öðru sæti og Fernando Alonso hjá Ferrari í því þriðja. Red Bull-liðið tryggði sér sigur í keppni bílasmiða með árangri sínum í dag.
Allt það helsta úr kappakstrinum má sjá í þættinum Við endamarkið en hægt er að horfa á hann í spilaranum hér fyrir ofan.
