Handbolti

Björgvin Páll: Klukkustundirnar eftir leik þær erfiðustu á ferlinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgvin Páll í leiknum í gær.
Björgvin Páll í leiknum í gær. Mynd/Vilhelm
Björgvin Páll Gústavsson hefur beðið íslensku þjóðina afsökunar á frammistöðu sinni gegn Slóveníu á EM í handbolta í gær.

„Vil biðja þjóðina afsökunar... "I've failed over and over and over again in my life and that is why I succeed"," skrifaði hann á Facebook-síðuna sína.

Hann ritaði svo pistil á vefsíðu fyrirtækis síns þar seint í nótt þar sem hann deilir hugsunum sínum með lesendum. Þar segir meðal annars:

„Þessir síðustu klukkutímar eftir leik hafa verið þeir erfiðustu á mínum handboltaferli og hef fengið mikla gagnrýni úr ýmsum áttum og hef gagnrýnt sjálfan mig persónulega mjög harkalega. Ég hef ekki konuna hjá mér hérna úti til að væla í þannig að ég ákvað því deila mínum hugsunum með þeim sem nenna að lesa þær. Ég hef þurft að þola mikla gagnrýni á mínum uppeldisárum og náði að krafsa mig út úr því og nýta mér gagnrýnina til góðs. Planið er að gera slíkt hið sama núna," skrifaði hann.

Björgvin Páll átti slakan dag gegn Slóveníu í gær en Ísland tapaði leiknum, 34-32. Ísland komst þó áfram í milliriðlakeppnina en fer þangað án stiga. Fyrsti leikurinn verður við Ungverjaland á morgun.

Hér má lesa pistilinn í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×