Handbolti

Breivik: Ekki svindl eða óíþróttamannslegt

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Marit Breivik.
Marit Breivik.
Marit Breivik, fyrrum þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik og sigursælasti landsliðsþjálfari Norðmanna í liðsíþrótt. Marit Breivik, fyrrum þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik og sigursælasti landsliðsþjálfari Norðmanna í liðsíþrótt tjáði sig um lokakaflann í leik Íslands og Slóvenínu á EM í gær.

Breivik er ekki á þeirri skoðun að Slóvenar hafi haft rangt við. Þeir hafi aðeins gert það besta úr þeim aðstæðum sem þeir voru búnir að koma sér í. Breivik telur að aðeins breyting á reglugerð mótsins geti komið í veg fyrir að lið nýti sér slíka möguleika.

"Keppnisfyrirkomulagið á Evrópumeistaramótinu er með þeim hætti að Slóvenar höfðu komið sér í þá aðstöðu að þeir gátu valið hvort þeir færu í milliriðil með 0 eða 2 stig. Þeir tóku taktíska ákvörðun að velja þann kost sem hentaði þeim betur. Að mínu mati er þetta ekki svindl eða óíþróttamannslegt."

"Þeir nýttu sér þá möguleika sem komu upp og í keppnisíþrótt þá er fyrsta hugsun að gera það sem hentar liðinu best. Ef að menn eru ósáttir við að þessar aðstæður komu upp þá þarf að breyta reglunum," sagði Breivik við norska dagblaðið Adressa.no.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×