Innlent

Fyrsta gifting samkynhneigðra hjá Siðmennt

Fyrsta gifting samkynhneigðra sem athafnarstjóri hjá Siðmennt stýrði átti sér stað í gær. Það voru þær Jana Björg Ingadóttir og Jóhanna Kristín Gísladóttir sem giftu sig með persónulegri athöfn og í viðurvist sinna nánustu.

Hörður Torfason, einn af fimmtán athafnarstjórum Siðmenntar sá um athöfnina en hann er upphafsmaður réttindabaráttu samkynhneigðra hér á landi.

Frá árinu 2008 hefur Siðmennt boðið upp á ýmsar félagslegar tímamótaathafnir, svo sem borgarlegar fermingar, giftingar og veraldarlegar útfarir.

Í fréttatilkynningu frá Siðmennt kemur fram að samtökin leggi áherslu á mannvirðingu og gleði í athöfnum sínu ásamt siðrænni hugvekju í anda húmanisma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×