Handbolti

Vranjes framlengir við Flensburg

Vranjes er smár en knár.
Vranjes er smár en knár.
Svíinn Ljubomir Vranjes hefur skrifað undir nýjan samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Flensburg en hann náði flottum árangri með liðið í vetur en það er í öðru sæti deildarinnar.

Nýi samningur Vranjes er til 2017. Hann tók við liðinu af landa sínum Per Carlén sem var látinn flakka er upp komst að hann hafði samið við Hamburg.

"Flensburg hefur alltaf verið mitt draumafélag og því er ég ánægður með þetta," sagði Vranjes sem kom til félagsins árið 2006 sem leikmaður.

Hann var fyrirliði liðsins á sínum tíma og síðan hluti af þjálfarateyminu áður en hann fékk stóra starfið.

"Ég þekki þetta félag loksins almennilega og ég vildi ekki fara neitt annað. Hjarta mitt er í Flensburg."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×