Handbolti

Arnór: Frábært að sjá Kára og Rúnar

Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar
Arnór svekktur eftir leik í dag.
Arnór svekktur eftir leik í dag. mynd/vilhelm
Arnór Atlason var að vonum ekkert sérstaklega hress með tapið gegn Spánverjum í dag. Slæm byrjun á leiknum kom íslenska liðinu um koll.

"Ég veit ekki af hverju við byrjum svona illa. Það var ömurlegt. Samt vorum við að fá færi en nýttum þau ekki. Svo erum við að elta allan leikinn og það er rosalega erfitt á móti svona góðu liði," sagði Arnór.

"Þetta er eitt besta lið heims. Bjöggi var frábær í markinu og það er leiðinlegt að hafa ekki getað fylgt því eftir. Það opnast meira þegar við fáum skottið á Kára inn. Hann er kannski sá eini sem á færi í þessa gaura með sín 110-115 kíló.

"Svo fórum við kannski að leita aðeins of mikið af honum og töpuðum boltanum. Mér fannst okkur ganga vel að opna þessa sterka vörn og það er svekkjandi að hafa ekki náð að gera meira miðað við hvað gekk vel.

"Það eru líka vonbrigði að hafa ekki náð að fylgja eftir góðum leik gegn Ungverjum. Við verðum að bæta okkar leik.

"Það er samt jákvætt að við erum að stækka hópinn og frábært að sjá hvernig Kári og Rúnar koma inn i þennan leik. Ólarnir báðir líka verið flottir. Við verðum að horfa á þetta ár svolítið að við séum alltaf að bæta okkur," sagði Arnór Atlason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×