Handbolti

Ólafur: Var ekkert stressaður

Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar
Ólafur og Sverre ræða saman.
Ólafur og Sverre ræða saman. mynd/vilhelm
Hafnfirðingurinn Ólafur Guðmundsson átti ágæta innkomu af bekknum í tapinu gegn Spánverjum í dag og náði að skora sitt fyrsta mark á stórmóti.

"Auðvitað hefði ég viljað skora fyrsta markið í sigurleik. Það er ekki á allt kosið í þessu," sagði Ólafur en hann naut þess að fá að spila gegn líklega sterkasta liði heims um þessar mundir.

"Þeir eru rosalega sterkir og erfitt að eiga við þá. Þeir eru frábærir á báðum endum vallarins og svakalega hraustir líka. Við náðum aldrei að komast inn í leikinn og þeir tóku þetta svolítið á seiglunni," sagði Ólafur en var hann ekkert stressaður?

"Nei, nei. Ég er bara stoltur af því að spila fyrir þjóðina. Ætlaði að gera mitt besta og tel mig hafa náð að skila mínu á þessum mínútum."

Hafnfirðingurinn Ólafur Guðmundsson átti ágæta innkomu

af bekknum í tapinu gegn Spánverjum í dag og náði að

skora sitt fyrsta mark á stórmóti.

"Auðvitað hefði ég viljað skora fyrsta markið í

sigurleik. Það er ekki á allt kosið í þessu," sagði

Ólafur en hann naut þess að fá að spila gegn líklega

sterkasta liði heims um þessar mundir.

"Þeir eru rosalega sterkir og erfitt að eiga við þá.

Þeir eru frábærir á báðum endum vallarins og svakalega

hraustir líka. Við náðum aldrei að komast inn í

leikinn og þeir tóku þetta svolítið á seiglunni,"

sagði Ólafur en var hann ekkert stressaður?

"Nei, nei. Ég er bara stoltur af því að spila fyrir

þjóðina. Ætlaði að gera mitt besta og tel mig hafa náð

að skila mínu á þessum mínútum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×