Handbolti

Ólafur Stefánsson hvíldur gegn Króatíu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Valli
Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, er ekki í leikmannahópi Íslands sem mætir Króatíu í lokaleik sínum í undanriðli Ólympíuleikanna í dag. Sigurbergur Sveinsson kemur inn í liðið í stað Ólafs.

Íslenska liðið hefur þegar tryggt sæti sitt á leikunum eftir sigur gegn Japan í gær og Chile á föstudag. Þó er óráðið í hvaða styrkleikaflokki liðið hafnar en það ræðst á úrslitunum gegn Króötum í dag.

Takist íslenska liðinu að leggja það króatíska að velli fer Ísland í 2. styrkleikaflokk ásamt Svíþjóð eða Ungverjalandi. Verði jafntefli eða tap niðurstaðan fer liðið í 4. styrkleikaflokk ásamt Bretum.

Uppselt er á viðureign Króatíu og Íslands. Leikurinn hefst klukkan 16 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Uppfært og leiðrétt

Ísland tapaði 31-28 gegn Króatíu. Ísland verður í 3. styrkleikaflokki af sex ásamt Ungverjum þegar dregið verður í riðlana tvo á Ólympíuleikunum í lok maí. Króatar tryggðu sér með sigrinum sæti í 2. styrkleikaflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×