Innlent

Íslendingar fara bjartsýnni inn í sumarið en í fyrra

Boði Logason skrifar
Hér sést hvernig ungir piltar leika sér í Elliðaárdalnum á góðum sumardegi.
Hér sést hvernig ungir piltar leika sér í Elliðaárdalnum á góðum sumardegi. mynd/stefán karlsson
Íslendingar fara mun bjartsýnni inn í sumarið nú en í fyrra, samkvæmt Væntingavísitölu Gallup og Capacent Gallup birti í morgun. Væntingar íslenskra neytenda jukust lítillega í maí en það er annar mánuðurinn sem væntingar landsmanna glæðast á milli mánaða.

Fjallað er um málið í Morgunkorni Íslandsbanka. Þar segir að vísitalan hafi hækkað um tvö stig frá fyrri mánuði og mælist nú 73, 3 stig en á sama tíma í fyrra stóð vísitalan í 66,3 stigum.

„Þegar væntingavísitalan er undir 100 stigum eru fleiri neikvæðir en jákvæðir. Vísitalan hefur ekki farið yfir 100 stig síðan í febrúar 2008. Í maí mánuði voru 57,6% svarenda neikvæðir á núverandi ástand í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar en 5,8% jákvæðir. Þrátt fyrir að neikvæðir hafi enn yfirhöndina hefur hlutfall þeirra farið jafnt og þétt lækkandi frá hruni, en í nóvember 2008 voru 95% svarenda neikvæðir," segir í Morgunkorni Íslandsbanka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×