Umfjöllun: Füchse Berlin - AG 21-26 | Danirnir tóku bronsið Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Köln skrifar 27. maí 2012 12:13 Nordic Photos / Getty Íslendingarnir fjórir í danska liðinu AG unnu til bronsverðlauna í Meistaradeild Evrópu eftir sigur á þýska liðinu Füchse Berlin í dag. Mögnuð frammistaða markvarðarins Kasper Hvidt í fyrri hálfleik og öflugur sóknarleikur AG í þeim síðari skóp sigurinn. Arnór Atlason og Ólafur Stefánsson skoruðu þrjú mörk hvor fyrir AG og Guðjón Valur Sigurðsson tvö. Snorri Steinn Guðjónsson fékk lítið að spila í þetta skiptið og komst ekki á blað. Hjá Füchse Berlin skoraði Alexander Petersson fjögur mörk og var meðal markahæstu manna í sínu liði. Eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik þar sem að Hvidt sýndi ótrúlega takta í markinu náði AG að komast fjórum mörkum yfir, 13-9. AG tók svo völdin endanlega í seinni hálfleik og komst í þægilega forystu. Berlínarliðið náði að minnka muninn í seinni hálfleik en náði þó aldrei að hleypa verulegri spennu í leikinn. AG byrjaði ótrúlega í leiknum og var komið í 4-0 eftir átta og hálfa mínútu en þá var Dagur Sigurðsson búinn að fá nóg og tók leikhlé. Kasper Hvidt var þá búinn að verja öll skot Füchse Berlin á upphafsmínútunum en Berlínarliðið mátti þakka sínum eigin markverði, Silvio Heinevetter, að vera ekki komnir 7-8 mörkum undir. Heinevetter var besti maður Berlínarliðsins og sá til þess að AG náði aldrei að stinga almennilega af. Evgeni Pevnov náði loksins að koma Berlínarliðinu á blað með marki úr hraðaupphlaupi eftir tæplega tíu mínútna leik, eftir stoðsendingu Alexanders Peterssonar. Hvidt var þá búinn að verja sjö fyrstu skotin í leiknum. Eftir að Füchse Berlin náði að brjóta ísinn opnaðist fyrir flóðgáttirnar og Þjóðverjarnir skoruðu næstu fimm mörk í leiknum. Vörnin small hjá þeim, Heinevetter hélt áfram að verja vel og í sókninni var Iker Romero magnaður. AG komst þó aftur yfir og hélt undirtökunum allt til loka fyrri hálfleiksins. Vörn liðsins var öflug en fyrst og fremst var það frammistaða Hvidt í markinu sem lagði grunninn að forystunni en hann varði alls sautján skot í fyrri hálfleiknum. Arnór og Ólafur spiluðu allan fyrri hálfleikinn í sókn AG en Snorri Steinn Guðjónsson fékk einnig nokkrar mínútur. Guðjón Valur Sigurðsson hvíldi allan fyrri hálfleikinn en kom inn í þann síðari af gríðarlegum krafti. Hann lét til sín taka í vörninni og spilaði einnig af öryggi í sókn. Mikkel Hansen fékk einnig að hvíla í nokkrar mínútur í lok fyrri hálfleiksins og var sömuleiðis afar öflugur í þeim síðari. Hann fór fyrir sóknarleik Dananna sem nýttu sér meðbyrinn til að sigla fram úr, hægt og rólega. Alexander Petersson reyndi hvað hann gat til að halda í við Danina, eins og aðrir í Berlínarliðinu, en í þetta sinn reyndist vörn AG og Hvidt í markinu þeim ofviða. Füchse Berlin er þekkt fyrir sína mikla baráttu en í þetta sinn varð liðið að játa sig sigrað. Hvort að Ólafur Stefánsson hafi verið að spila í síðasta sinn í lokaúrslitum Meistaradeildar Evrópu verður að koma í ljós en óhætt er að segja að hann hafi skilað sínu, rétt eins og aðrir Íslendingar í liðinu. Þó svo að ekki allt hafi gengið upp hjá Ólafi í dag var hann óþreytandi og getur farið stoltur aftur heim til Danmerkur, rétt eins og aðrir í liði AG. Berlínarliðið kom mörgum á óvart með því að komast svo langt í keppninni og ljóst var að undanúrslitaleikurinn gegn Kiel hafði kostað leikmenn nokkuð þrek. Alexander Petersson var frábær í þeim leik og átti einnig góðar rispur í dag. Fyrst og fremst var gott að sjá þennan magnaða leikmann spila handbolta á ný, eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Dagur Sigurðsson hefur skapað sér stórt nafn í þjálfarastétt handboltans og ekki minnkaði orðstír hans við framgöngu hans manna um helgina, svo mikið er víst. Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Íslendingarnir fjórir í danska liðinu AG unnu til bronsverðlauna í Meistaradeild Evrópu eftir sigur á þýska liðinu Füchse Berlin í dag. Mögnuð frammistaða markvarðarins Kasper Hvidt í fyrri hálfleik og öflugur sóknarleikur AG í þeim síðari skóp sigurinn. Arnór Atlason og Ólafur Stefánsson skoruðu þrjú mörk hvor fyrir AG og Guðjón Valur Sigurðsson tvö. Snorri Steinn Guðjónsson fékk lítið að spila í þetta skiptið og komst ekki á blað. Hjá Füchse Berlin skoraði Alexander Petersson fjögur mörk og var meðal markahæstu manna í sínu liði. Eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik þar sem að Hvidt sýndi ótrúlega takta í markinu náði AG að komast fjórum mörkum yfir, 13-9. AG tók svo völdin endanlega í seinni hálfleik og komst í þægilega forystu. Berlínarliðið náði að minnka muninn í seinni hálfleik en náði þó aldrei að hleypa verulegri spennu í leikinn. AG byrjaði ótrúlega í leiknum og var komið í 4-0 eftir átta og hálfa mínútu en þá var Dagur Sigurðsson búinn að fá nóg og tók leikhlé. Kasper Hvidt var þá búinn að verja öll skot Füchse Berlin á upphafsmínútunum en Berlínarliðið mátti þakka sínum eigin markverði, Silvio Heinevetter, að vera ekki komnir 7-8 mörkum undir. Heinevetter var besti maður Berlínarliðsins og sá til þess að AG náði aldrei að stinga almennilega af. Evgeni Pevnov náði loksins að koma Berlínarliðinu á blað með marki úr hraðaupphlaupi eftir tæplega tíu mínútna leik, eftir stoðsendingu Alexanders Peterssonar. Hvidt var þá búinn að verja sjö fyrstu skotin í leiknum. Eftir að Füchse Berlin náði að brjóta ísinn opnaðist fyrir flóðgáttirnar og Þjóðverjarnir skoruðu næstu fimm mörk í leiknum. Vörnin small hjá þeim, Heinevetter hélt áfram að verja vel og í sókninni var Iker Romero magnaður. AG komst þó aftur yfir og hélt undirtökunum allt til loka fyrri hálfleiksins. Vörn liðsins var öflug en fyrst og fremst var það frammistaða Hvidt í markinu sem lagði grunninn að forystunni en hann varði alls sautján skot í fyrri hálfleiknum. Arnór og Ólafur spiluðu allan fyrri hálfleikinn í sókn AG en Snorri Steinn Guðjónsson fékk einnig nokkrar mínútur. Guðjón Valur Sigurðsson hvíldi allan fyrri hálfleikinn en kom inn í þann síðari af gríðarlegum krafti. Hann lét til sín taka í vörninni og spilaði einnig af öryggi í sókn. Mikkel Hansen fékk einnig að hvíla í nokkrar mínútur í lok fyrri hálfleiksins og var sömuleiðis afar öflugur í þeim síðari. Hann fór fyrir sóknarleik Dananna sem nýttu sér meðbyrinn til að sigla fram úr, hægt og rólega. Alexander Petersson reyndi hvað hann gat til að halda í við Danina, eins og aðrir í Berlínarliðinu, en í þetta sinn reyndist vörn AG og Hvidt í markinu þeim ofviða. Füchse Berlin er þekkt fyrir sína mikla baráttu en í þetta sinn varð liðið að játa sig sigrað. Hvort að Ólafur Stefánsson hafi verið að spila í síðasta sinn í lokaúrslitum Meistaradeildar Evrópu verður að koma í ljós en óhætt er að segja að hann hafi skilað sínu, rétt eins og aðrir Íslendingar í liðinu. Þó svo að ekki allt hafi gengið upp hjá Ólafi í dag var hann óþreytandi og getur farið stoltur aftur heim til Danmerkur, rétt eins og aðrir í liði AG. Berlínarliðið kom mörgum á óvart með því að komast svo langt í keppninni og ljóst var að undanúrslitaleikurinn gegn Kiel hafði kostað leikmenn nokkuð þrek. Alexander Petersson var frábær í þeim leik og átti einnig góðar rispur í dag. Fyrst og fremst var gott að sjá þennan magnaða leikmann spila handbolta á ný, eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Dagur Sigurðsson hefur skapað sér stórt nafn í þjálfarastétt handboltans og ekki minnkaði orðstír hans við framgöngu hans manna um helgina, svo mikið er víst.
Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn