Handbolti

Þrír bikarmeistaratitlar í röð hjá Arnóri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Atlason
Arnór Atlason
AG frá Kaupmannahöfn varð danskur bikarmeistari í gær eftir öruggan sex marka sigur á Álaborg, 32-26, í úrslitaleiknum sem fór fram í Álaborg. AG vann bikarinn líka í fyrra og hefur nú unnið fjóra titla í röð í dönskum handbolta.

Arnór Atlason, fyrirliði AG-liðsins, tók við bikarnum í leikslok en hann varð nú danskur bikarmeistari þriðja árið í röð, vann hann með AG í fyrra og FCK árið á undan. Arnór skoraði þrjú af sextán íslenskum mörkum AG í leiknum en íslensku landsliðsmennirnir skoruðu helming marka bikarmeistaranna í gær.

Danski Evrópumeistarinn Mikkel Hansen fór á kostum með AG og skoraði níu mörk þar af sex þeirra í seinni hálfleik. Guðjón Valur Sigurðsson var næstmarkahæstur með átta mörk og Ólafur Stefánsson skoraði fimm mörk þar af fjögur þeirra á upphafskafla leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×