Strákarnir mættir aftur Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar 23. janúar 2012 07:00 Björgvin Páll Gústavsson gladdist með liðsfélögum sínum eftir sigurinn glæsilega á Ungverjum í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Þegar búið er að lemja strákana okkar niður og þjóðin missir trú á þeim þá rísa þeir venjulega upp. Á því varð engin undantekning í gær er strákarnir spiluðu frábæran leik gegn Ungverjum og pökkuðu saman liðinu sem er búið að vinna Frakka og gera jafntefli við Spánverja á EM. Það var allt annað að sjá til liðsins í gær en þetta var besti leikur liðsins á mótinu til þessa. Vörnin aldrei verið sterkari, markvarslan var loksins eðlileg og sóknarleikurinn sem fyrr frábærlega útfærður. Svo má ekki geyma að liðið var án Alexanders Peterssonar og Aron Pálmarsson spilaði mjög þjáður. Leikgleðin skein úr hverju andlitiFyrsta korterið í leiknum var ekki nógu gott en eftir það tóku strákarnir öll völd á vellinum og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14-10. Í síðari hálfleik héldu strákarnir uppteknum hætti og náðu mest sjö marka forskoti. Ungverjar náðu aldrei að ógna strákunum á nokkurn hátt og þægilegur sigur í höfn. Það var ótrúlega gaman að fylgjast með strákunum í gær. Leikgleðin skein úr hverju andliti og menn tilbúnir að fórna sér hver fyrir annan. Samvinnan í varnarleiknum var algjörlega frábær og ekki veikan hlekk að finna. Björgvin Páll sýndi svo þann karakter sem hann býr yfir með því að rífa sig upp og verja marga frábæra bolta. Þar af tvö víti. Arnór eins og stríðsmaðurArnór lamdi menn áfram eins og harðfisk og hreint magnað að fylgjast með þessum mikla stríðsmanni á vellinum. Algjörlega til fyrirmyndar. Slíkt hið sama má segja um fyrirliðann Guðjón Val sem fór fyrir liðinu með jákvæðu hugarfari daginn fyrir leik og hefur svo látið verkin tala á vellinum með hverjum stórleiknum á fætur öðrum. Ásgeir Örn leysti Alexander af hólmi og var algjörlega frábær í vörninni og spilaði vel. Aron skilaði góðu verki þrátt fyrir meiðsli og Þórir klúðrar vart skoti. Róbert líka búinn að vera magnaður og stóð vaktina á báðum endum vel. Vignir Svavarsson hefur svo verið frábær í vörn og skorað gríðarlega mikilvæg hraðaupphlaupsmörk. Virkilega gaman að fylgjast með honum. Ungu strákarnir voru síðan áræðnir og komu sprækir inn. Það var allt jákvætt við þennan frábæra sigur liðsheildarinnar. Haldi liðið áfram á þessari braut mun það velgja Spánverjum og Frökkum undir uggum. Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
Þegar búið er að lemja strákana okkar niður og þjóðin missir trú á þeim þá rísa þeir venjulega upp. Á því varð engin undantekning í gær er strákarnir spiluðu frábæran leik gegn Ungverjum og pökkuðu saman liðinu sem er búið að vinna Frakka og gera jafntefli við Spánverja á EM. Það var allt annað að sjá til liðsins í gær en þetta var besti leikur liðsins á mótinu til þessa. Vörnin aldrei verið sterkari, markvarslan var loksins eðlileg og sóknarleikurinn sem fyrr frábærlega útfærður. Svo má ekki geyma að liðið var án Alexanders Peterssonar og Aron Pálmarsson spilaði mjög þjáður. Leikgleðin skein úr hverju andlitiFyrsta korterið í leiknum var ekki nógu gott en eftir það tóku strákarnir öll völd á vellinum og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14-10. Í síðari hálfleik héldu strákarnir uppteknum hætti og náðu mest sjö marka forskoti. Ungverjar náðu aldrei að ógna strákunum á nokkurn hátt og þægilegur sigur í höfn. Það var ótrúlega gaman að fylgjast með strákunum í gær. Leikgleðin skein úr hverju andliti og menn tilbúnir að fórna sér hver fyrir annan. Samvinnan í varnarleiknum var algjörlega frábær og ekki veikan hlekk að finna. Björgvin Páll sýndi svo þann karakter sem hann býr yfir með því að rífa sig upp og verja marga frábæra bolta. Þar af tvö víti. Arnór eins og stríðsmaðurArnór lamdi menn áfram eins og harðfisk og hreint magnað að fylgjast með þessum mikla stríðsmanni á vellinum. Algjörlega til fyrirmyndar. Slíkt hið sama má segja um fyrirliðann Guðjón Val sem fór fyrir liðinu með jákvæðu hugarfari daginn fyrir leik og hefur svo látið verkin tala á vellinum með hverjum stórleiknum á fætur öðrum. Ásgeir Örn leysti Alexander af hólmi og var algjörlega frábær í vörninni og spilaði vel. Aron skilaði góðu verki þrátt fyrir meiðsli og Þórir klúðrar vart skoti. Róbert líka búinn að vera magnaður og stóð vaktina á báðum endum vel. Vignir Svavarsson hefur svo verið frábær í vörn og skorað gríðarlega mikilvæg hraðaupphlaupsmörk. Virkilega gaman að fylgjast með honum. Ungu strákarnir voru síðan áræðnir og komu sprækir inn. Það var allt jákvætt við þennan frábæra sigur liðsheildarinnar. Haldi liðið áfram á þessari braut mun það velgja Spánverjum og Frökkum undir uggum.
Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira